28.12.2016 17:24

Gamalt áraskip.

Báturinn heitir Ólafur Skagfjörð og er áttæringur, smíðaður í Flatey á Breiðafirði á árunum 1875-80. Ólafur Kristjánsson Skagfjörð (1851-1887) verslunarstjóri í Flatey, stóð fyrir samskotum til að smíða þennan bát handa Sigurði Jónssyni, aflasælum formanni sem kallaður var "stormur". Bátur Sigurðar hafði brotnað á ís og hann hafði ekki ráð á nýjum bát.
Samskotin fengu svo góðar undirtektir að Sigurður fékk þennan bát sem hann skírði eftir Skagfjörð verslunarstjóra í þakklætisskyni. Sigurði aflaðist hinsvegar ekki vel á Ólafi og seldi hann Pétri Guðmundssyni frá Brennu, reyndum og heppnum aflamanni sem réri frá Austurkleif. Veturinn 1911 lenti Pétur í miklum hremmingum á bátnum þegar norðan áhlaup skall á honum á Svöðumiði en skipið náði landi í Skarðsvík.
Pétur aflaði jafnan vel á Ólafi. Þegar Pétur flutti frá Hellissandi, seldi hann Haraldi Guðmundssyni skipið. Haraldur var síðasti eigandi þess og afkomendur hans afhentu safninu það. Róið var á Ólafi fram á 7. Áratuginn, síðast frá Rifi.

Heimild: Sjóminjasafnið á Hellissandi.


Gamla áraskipið Ólafur Skagfjörð. Báturinn er að koma í viðgerð hingað til Reykjavíkur og fer síðan að viðgerð lokinni aftur vestur á Hellissand.


Ólafur Skagfjörð.


Ólafur Skagfjörð.


Ólafur Skagfjörð.


Ólafur Skagfjörð.


Ólafur Skagfjörð.                                                (C) Þórhallur S Gjöveraa. 20 nóvember 2016.
Flettingar í dag: 402
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2095
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 1355197
Samtals gestir: 88630
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 04:46:53