16.02.2017 21:31

1047. Elding MB 14. TFAZ.

Björgunarskipið Elding MB 14 var smíðuð í Stálskipasmiðjunni í Kópavogi árið 1967 fyrir Hafstein Jóhannsson kafara Þaravöllum Innri Akraneshreppi. 107 brl. 2 x 510 ha. MWM díesel vélar. 15 desember 1970 var Fiskveiðasjóður Íslands eigandi skipsins, hét þá Hafaldan MB 14. Selt 22 október 1971, Einari Gíslasyni og Guðjóni Gíslasyni í Sandgerði, hét Arnarborg GK 75 og var gert út á fiskveiðar. Selt 31 desember 1976, Söltunarfélagi Dalvíkur h/f á Dalvík, hét Arnarborg EA 316. Selt 23 september 1981, Köfunarþjónustunni h/f í Reykjavík, hét Arnarborg RE. Frá 13 ágúst 1984 hét skipið Orion og skráð sem dráttarbátur. Nýjar vélar (1984) 2 x 520 ha. Caterpillar, samtals 746 Kw. Skipið var skráð sem dráttar og skemmtiskip til ársins 2000. Heitir í dag Elding og er í eigu Hvalaskoðun Reykjavíkur ehf sem skemmti og Hvalaskoðunarskip.

Björgunarskipið Elding MB 14.                                                              (C) Hafsteinn Jóhannsson. 


Elding MB 14.                                                                                     (C) Hafsteinn Jóhannsson.


Hvalaskoðunar og skemmtiskipið Elding.                                                 (C) Þórhallur S Gjöveraa.


                  Elding MB 14

Í Stálskipasmiðjunni í Kópavogi hittum við að máli þá Ólaf H. Jónsson forstjóra og Pétur Jósepsson skrifstofumann hans og röbbuðum við þá nokkra stund og skoðum fyrirtækið. Stálskipasmiðjan er um  þessar mundir að vinna að björgunarskipi, eða aðstoðarskipi Hafsteins Jóhannssonar kafara, en hann hefir sem kunnugt er lengi unnið við að hjálpa síldveiðiflotanum, er skipin lenda í vandræðum með síldarnæturnar.
Þetta skip er þriðja verk Stálskipasmiðjunnar, en fyrir nokkru hljóp myndarlegt fiskiskip af stokkunum hjá smiðjunni. Bátur Hafsteins verður um 100 tonn að stærð, en nauðsynlegt er að björgunarskip sem þessi séu svo stór að þau geti fylgt síldveiðiflotanum hvert sem er, en hann fer nú sem kunnugt er allt suður í Norðursjó og norður undir Jan Mayen, auk þess að vera vetur jafnt sem sumar kringum allt Ísland. Skip þetta er með nokkuð sérstæðu byggingarlagi og gert svo að hægt sé að sigla því með miklum hraða og áætlað er að það gangi að minnsta kosti 18 mílur. Það verður búið tveimur 510 hestafla vélum. Línuteikningar þessa skips gerði Guðmundur Kristinsson, en Ólafur gerir allar fyrirkomu lags og vinnuteikningar þess.

Morgunblaðið. 5 mars 1966.

Flettingar í dag: 1064
Gestir í dag: 310
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963516
Samtals gestir: 497304
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 04:12:16