22.03.2017 13:50

2. m. Kt. Boðasteinur FD 493. OXMO.

Kútter Boðasteinur FD 493 var smíðaður hjá Smith Stephenson & Co í Grimsby á Englandi árið 1880 fyrir Henry C Rhodes í Cleethorpes (Grimsby) á Englandi. Eik. 79 brl. 113 ha. vél (gerð óþekkt). Hét áður Star of Hope. Skipið var selt árið 1913, Rasmus Rasmussen í Fuglafirði í Færeyjum, sama nafn en fær skráningarnúmerið FD 493. Seldur árið 1929, J. Haraldsen í Fuglafirði, fær nafnið Boðasteinur FD 493. Selt árið 1955, L/F Eysturvirkið í Norðdepil í Færeyjum, hét Eysturgerðin KG 150. Selt árið 1958, Rasmus Rasmussen í Fuglafirði, fær sitt gamla nafn aftur, Star of Hope FD 493. Selt árið 1959, Hans Jákup Frederiksen í Múla á Borðey í Færeyjum, hét Star of Hope KG. Skipið var talið ónýtt og því sökkt í Haraldssundi á milli Kuneyjar og Borðeyjar árið 1961. Boðasteinur stundaði mikið veiðar við Ísland, bæði síld og handfæraveiðar á árunum 1940 til 50. Hann var tíður gestur á Norðfirði og landaði þar mikið síld og svo var hann í fiskiflutningum, tók fisk af öðrum Færeyskum kútterum og sigldi með þann afla til Englands. Í janúar árið 1945 gerði norðvestan ofsarok á Norðfirði með þeim afleiðingum að olíubryggja BP, sem einnig var kölluð gúanóbryggjan og var líka löndunarbryggja Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar, brotnaði í spón. Boðasteinur var þá við bryggjuna og vélbáturinn Garðar Svavarsson NS 400 frá Seyðisfirði, smíðaður í Rosendal í Noregi árið 1924. Garðar slitnaði frá bryggjunni og rak upp í fjöru og sökk. Boðastein rak með bryggjuleyfunum en tók niðri áður en hann rak upp í fjöru. Ekki urðu miklar skemmdir á honum. Garðar Svavarsson náðist fljótlega á flot og var gerður upp.


Boðasteinur FD 493 á leið inn Norðfjörð með fullfermi síldar.                            (C) Björn Björnsson.


Kútter Star of Hope FD 493.                                                                   (C) Finn Björn Guttesen.


Boðasteinur FD 493 við leyfar bryggjunar.Vélbáturinn Garðar Svavarsson NS 400 upp í fjörunni hálf sokkinn.                                                                                                      (C) Björn Björnsson.

Garðar Svavarsson hálf sokkinn upp í fjöru og Boðasteinur strandaður. Mynd úr Austurlandi frá 1972.                                                                                  
                                                                                   .
Flettingar í dag: 390
Gestir í dag: 101
Flettingar í gær: 455
Gestir í gær: 139
Samtals flettingar: 1867972
Samtals gestir: 480269
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 10:22:36