08.04.2017 19:39

1509. Ásbjörn RE 50. TFPU. Á útleið frá Reykjavík.

Tók þessa myndasyrpu af togaranum í haust þegar hann var á útleið úr Reykjavíkurhöfn. Ásbjörn er aldeilis búinn að skila sínu og vel það í þau tæp 40 ár sem hann hefur verið gerður út, fyrst af Ísbirninum h/f, síðan Granda h/f og síðast af H.B. Granda h/f í Reykjavík. Nú er að koma að skapadægrum hjá honum og spurning hvað verður um hann, fer hann í brotajárn eða verður hann gerður út til fiskveiða af nýjum eigendum.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.                                                          (C) Þórhallur S Gjöveraa. 22 nóvember 2016.


                  Ásbjörn RE 50

28, marz s.I. kom skuttogarinn Ásbjörn RE 50 í fyrsta sinn til landsins. Ásbjörn RE er byggður í Flekkefjord Slipp og Maskinfabrik A/S í Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 126, og er níundi skuttogarinn sem umrædd stöð byggir fyrir Íslendinga. Auk þess hefur stöðin byggt einn skipsskrokk fyrir Slippstöðina, sem Slippstöðin lauk við frágang á og afhenti á s.l. vori, Björgúlf EA (sjá 9. tbl. Ægis 1977). Ásbjörn er af lengri gerðinni frá "Flekkefjord", eins og Guðbjörg ÍS, Gyllir ÍS, Björgúlfur EA og Ásgeir RE, en fyrstu fimm togararnir frá Flekkefjord voru 3.30 m styttri, en þessir togarar eru: Júlíus Geirmundsson ÍS, Guðbjartur ÍS, Bessi ÍS, Framnes I ÍS og Björgvin EA. Eigandi Ásbjörns RE er ísbjörninn h.f. í Reykjavík og er þetta annar skuttogari fyrirtækisins en fyrir er skuttogarinn Ásgeir RE (sjá 2. tbl. Ægis 1978) sem Ísbjörninn fékk afhentan í desember á s.l. ári. Ásgeir og Ásbjörn eru systurskip, fyrirkomulag það sama svo og véla og tækjabúnaður. Helztu frávik eru þau að í Ásbirni eru skutgeymar notaðir fyrir ferskvatn í stað brennsluolíu, miðstöðvarketill stærri og tvær örbylgjustöðvar í stað einnar. Skipstjóri á Ásbirni RE er Ragnar Franzson og 1. vélstjóri Axel Lárusson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Ingvar Vilhjálmsson.
Mesta lengd 49.85 m.
Lengd milli lóðlína 44.00 m.
Breidd 9.50 m.
Dýpt að efra þilfari 6.60 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.35 m.
Eiginþyngd 603 tonn.
Særými (djúprista 4.30 m) 1058 tonn.
Burðargeta (djúprista 4.30 m) 455 tonn.
Lestarrými 438 m.3
Brennsluolíugeymar 76 m.3
 Andveltigeymar (brennsluolía) .. 25 m.3
Skiptigeymar (br.olía/sjókjölf.) . . 28 m.3
Ferskvatnsgeymar 84 m.3
Ganghraði (reynslusigling) 14 sjóm.
Rúmlestatala 442 brl.
Skipaskrárnúmer 1509.

Ægir. 1 maí 1978.

Flettingar í dag: 1362
Gestir í dag: 458
Flettingar í gær: 1092
Gestir í gær: 456
Samtals flettingar: 2034196
Samtals gestir: 520397
Tölur uppfærðar: 29.9.2020 10:45:18