28.04.2017 14:01

L. v. Huginn GK 17. LBGJ / TFPE.

Línuveiðarinn Huginn GK 17 var smíðaður í Hamborg í Þýskalandi árið 1907. 208 brl. 400 ha. 3 þennslu gufuvél. Fyrsti eigandi hér á landi var Þórður Flygenring í Hafnarfirði frá 15 janúar 1929. Hét þá Grímsey GK 2, en hafði heitið Orion áður en skipið kom til landsins. Skipið var selt 9 febrúar 1932, Sameignarfélaginu Björk í Reykjavík, sama nafn og númer. Selt 28 nóvember 1932, Samvinnufélaginu Huganum í Hafnarfirði, skipið hét Huginn GK 17. Selt 4 mars 1937, Samvinnufélaginu Sólmundi á Akranesi, hét Huginn MB 20. Selt 24 mars 1939, Tómasi Jónssyni og Þorsteini Sigurðssyni í Reykjavík, skipið hét Huginn RE 83. Selt 2 maí 1950, Fiskiveiðafélaginu Njáli og fl. á Bíldudal, sama nafn og númer. Skipið var selt til niðurrifs og dregið til Skotlands árið 1951.

Huginn GK 17 á Siglufirði.                                                                         Ljósmyndari óþekktur. 
Flettingar í dag: 852
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725384
Samtals gestir: 53799
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:32:30