21.05.2017 09:15

2917. Sólberg ÓF 1. TFYY.

Sólberg ÓF 1 var smíðaður hjá Tersan Shipyard í Yalova í Tyrklandi árið 2017. 3.720 Bt. 6.306 ha. Wartsila 8L32, 4.640 Kw. Smíðanúmer NB1065. Skipið kom til heimahafnar í Fjallabyggð 19 maí og er hið glæsilegasta á að líta. Í gær, 20 maí var skipinu formlega gefið nafn og afhent eigendum sínum, Ramma h/f. Síðan var bæjarbúum í Fjallabyggð, gestum og gangandi boðið að skoða skipið og þiggja veitingar í boði útgerðarinnar. Sólberg er 79,8 metrar á lengd, 15,40 á breidd og djúprista þess er 6,15 m. Skipið er hannað hjá Skipsteknisk í Noregi. Myndirnar hér að neðan fékk ég sendar frá Hauki Sigtryggi Valdimarssyni á Dalvík og þakka ég honum afnot þessara frábæru mynda sem hann tók af skipinu nú um helgina.


2917. Sólberg ÓF 1.                                                      (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1.                                                         (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1.                                                     (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1.                                                         (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1.                                                          (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1.                                                          (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1 við bryggju á Siglufirði.                      (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1. Líkan.                                                 (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2917. Sólberg ÓF 1. Líkan.                                               (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.

     Sólberg komið til Siglufjarðar

Nýr frystitogari útgerðarfyrirtækisins Ramma í Fjallabyggð kom til hafnar á Siglufirði á hádegi í dag. Skipið var smíðað í Tyrklandi og var kaupverðið rúmlega fimm milljarðar króna.
Frystitogarinn, sem hefur fengið nafnið Sólberg ÓF-1, mun leysa tvo eldri frystitogara af hólmi, Sigurbjörgu og Mánaberg, sem hafa þjónað útgerðinni svo áratugum skiptir. "Við erum að endurnýja gömul skip með nýju og mjög fullkomnu skipi. Við ætlum að minnka eldsneytisnotkun frá því sem var og auka aflaverðmæti með því að vinna afurðir sem ekki hafa áður verið unnar úti á sjó," segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma.
Tvær áhafnir verða á skipinu og 34 einstaklingar manna hvora áhöfn. Það eru talsvert færri sjómenn en voru samtals á Sigurbjörgu og Mánabergi. Þá er Sólberg útbúinn nýjustu tækni í veiðum og vinnslu sem kallar á minna vinnuafl um borð. Ólafur segir því að nokkrir hafi misst vinnuna í breytingunum, en sömuleiðis hafi verið nokkuð um tilfærslur innan áhafnarinnar, með fækkun yfirmanna.

ruv.is 19 maí 2017.

Flettingar í dag: 277
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 426
Gestir í gær: 129
Samtals flettingar: 2392321
Samtals gestir: 622013
Tölur uppfærðar: 21.9.2021 14:47:19