30.05.2017 09:35

305. Auðbjörn ÍS 17. TFPG.

Auðbjörn ÍS 17 var smíðaður í Djupvik í Svíþjóð árið 1929. Eik og fura. 43 brl. 90 ha. Ellwe vél. Eigendur voru Hinrik Guðmundsson, Sigurður Ingvarsson og fl. á Ísafirði frá september 1929. 3 nóvember 1943 var Samvinnufélag Ísfirðinga á Ísafirði skráður eigandi bátsins. Ný vél (1943) 120 ha. Vittop vél. Ný vél (1945) 160 ha. Lister díesel vél. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá árið 1968.
Í gömlum Íslenskum sjómannaalmanökum frá 1931 og síðar er Auðbjörn sagður smíðaður í Gautaborg. Tvær aðrar heimildir segja hann smíðaðan í Djupvík í Svíþjóð, ásamt Gunnbirni ÍS 18. Það er spurning hver hinn rétti smíðastaður er.


Auðbjörn ÍS 17.                                                                                             (C) Jón & Vigfús.


Auðbjörn ÍS 17 á pollinum á Ísafirði.                                                  (C) Sigurgeir B Halldórsson.

         Nýjir Samvinnufélagsbátar

Smíði Samvinnufélagsbátanna nýju miðar vel áfram. Er annar þeirra nær fullsmíðaður og hefur hlotið nafnið Auðbjörn í S. 17. Siglir Eiríkur Einarsson honum upp, en Hinrik Guðmundsson, Sigurður Ingvarsson, Hermann Erlendsson og Jón Valgeir Magnússon verða með honum. Fóru þeir á Íslandi síðast.

Skutull 12 september 1929.

            Auðbjörn ÍS 17 kominn 

Hinn nýi bátur Samvinnufélagsmanna kom hingað í nótt um kl. hálf tólf. Hafði hann verið hálfan tíunda sólarhring á leiðinni frá Svíþjóð, en lá um kyrrt vegna veðurs rúma 2 sólarhringa af þeim tíma. Ferðin gekk vel og telja skipsmenn bátinn ágætt sjóskip. Mjög er Auðbjörn líkur hinum bátunum að ytra útliti, þótt hann sé smíðaður á öðrum stað. En innrétting er nokkuð önnur og frágangur undir þiljum vandaðri, en á norsku bátunum. Sama stærð er á þessum bát og hinum og jafn stór diselvél frá Maskinverken í Södertelju. Eiríkur Einarsson, sem hefir eftirlit með smíði bátanna, sigldi Auðbirni hingað og fer aftur út á Íslandi til að sækja hinn bátinn.
Skipstjóri á Auðbirni verður Hinrik Guðmundsson og stýrimaður Sigurður Ingvarsson. Auðkennisstafir skipsins eru Í S 17.

Skutull 4 október 1929.

Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 371
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 485
Samtals flettingar: 2398673
Samtals gestir: 624729
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 14:19:31