25.06.2017 17:34

2890. Akurey AK 10. TFJH.

Akurey AK 10 var smíðuð hjá Celiktrans Shipyard í Istanbúl í Tyrklandi árið 2017 fyrir H.B. Granda h/f í Reykjavík. 1.827 bt. 2.445 ha. MAN B&W 6L27/38, 1.799 Kw. Smíðanúmer CS 49. Skipið er hannað af Nautic, Skipahönnun & Ráðgjöf í Reykjavík. Akurey kom til heimahafnar á Akranesi að morgni 21 júní s.l. eftir rúmlega 12 sólarhringa siglingu frá Tyrklandi og reyndist skipið í alla staði mjög vel á heimferðinni. Móttökuathöfn var haldin á Akranesi á föstudaginn var, og var skipinu þá formlega gefið nafn. Þá var bæjarbúum, gestum og gangandi, boðið að skoða skipið og við það tækifæri boðið að þiggja veitingar í boði útgerðarinnar. Svo mun Skaginn 3 X koma fyrir vinnslubúnaði á millidekk og setja sjálfvirkt lestarkerfi í skipið. Mun sú vinna taka nokkra mánuði. Ég tók þessar myndir af Akurey upp á Skaga í blíðunni í dag. Sannarlega glæsilegt skip.

2890. Akurey AK 10 TFJH við bryggju á Akranesi.

2890. Akurey AK 10.

        Ný Ak­ur­ey kom­in í heima­höfn

           Þetta er alveg magnað skip

Akurey AK kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Akranesi að morgni sl. þriðjudags eftir 12,5 sólarhringa siglingu frá Tyrklandi, þar sem skipið var smíðað. Akurey var vel á undan áætlun því gert hafi verið ráð fyrir því að heimsiglingin tæki allt að því 14 daga.
,,Það skotgekk hjá okkur á heimsiglingunni og þetta er alveg magnað skip. Eftir að við komum út á Atlantshaf fengum við mest norðaustan átt á okkur en einnig stífa vestanátt, 18-20 metra á sekúndu og allt að þriggja metra ölduhæð, en skipið haggaðist ekki. Við sigldum svo beint upp í ölduna til þess að reyna á sjóhæfnina. Það var sama sagan. Skipið haggaðist ekki frekar en í hliðarvindinum," segir Eiríkur Jónsson skipstjóri.
Að sögn Eiríks verður skipinu gefið formlega nafn í Akraneshöfn á morgun en að lokinni móttökuathöfn verður skipið til sýnis. Í framhaldinu tekur svo Skaginn 3X við en eftir á að koma fyrir vinnslubúnaði á millidekki og setja sjálfvirkt lestarkerfi í skipið.

Heimasíða H.B. Granda hf. 22 júní 2017.2890. Akurey AK 10.


2890. Akurey AK 10.


2890. Akurey AK 10. Togþilfar.      


2890. Akurey AK 10.


2890. Akurey AK 10.


2890. Akurey AK 10.


2890. Akurey AK 10.


2890. Akurey AK 10.                                                                                                                  

Systurskipin Engey RE 91 og Akurey AK 10 á Skaganum í dag.(C) Þórhallur S Gjöveraa. 25 júní 2017.
 
 Móttökuathöfn vegna komu Akureyjar 

Í gær var haldin móttökuathöfn vegna komu ísfisktogarans Akureyjar AK til landsins. Athöfnin fór fram í heimahöfn skipsins á Akranesi kl.15 með því að Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, bauð gesti velkomna. Dagskrá móttökuathafnarinnar var að öðru leyti sem hér segir:
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, flutti ávarp. Að því loknu flutti karlakórinn Svanir eitt lag. Því næst tók Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, til máls og flutti stutt ávarp. Þá kom að því að Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna Vilhjálmssonar, sem gegndi stjórnarformennsku hjá HB Granda til dauðadags, gaf skipinu nafn.
Að því búnu blessaði séra Eðvarð Ingólfsson, sóknarprestur á Akranesi, skipið. Eftir blessun söng karlakórinn Svanir svo að nýju.
Í lok athafnarinnar gafst gestum kostur á að skoða skipið og þiggja veitingar um borð. Samúel Þorsteinsson flutti við sama tækifæri nokkur lög um borð í skipinu.
Akurey AK var svo til sýnis fyrir bæjarbúa og aðra eftir að móttökuathöfninni lauk formlega.

 Heimasíða H.B. Granda hf. 24 júní 2017.

Flettingar í dag: 600
Gestir í dag: 170
Flettingar í gær: 998
Gestir í gær: 308
Samtals flettingar: 1921651
Samtals gestir: 487305
Tölur uppfærðar: 11.7.2020 23:04:09