03.07.2017 12:30

938. Öðlingur ÁR 10. TFSP.

Öðlingur ÁR 10 var smíðaður í Marstrand í Svíþjóð árið 1946. Eik. 51 brl. 170 ha. Polar díesel vél. Hét fyrst Græðir ÓF 3 og var gerður út af Græði h/f á Ólafsfirði. Ný vél (1952) 350 ha. Grenaa díesel vél. 28 janúar 1958 var nafni bátsins breytt, hét þá Hannes Andrésson ÓF 3. Seldur 28 mars 1959, Græði h/f á Bíldudal, hét Jörundur Bjarnason BA 65. Ný vél (1959) 225 ha. MWM díesel vél. Seldur 10 október 1962, Vigfúsi Jónssyni og Sverri Bjarnfinnssyni á Eyrarbakka, báturinn hét Öðlingur ÁR 10. 1 febrúar 1965 kveiknaði í bátnum þar sem hann stóð í slippnum á Eyrarbakka tilbúinn til að setja hann niður. Hann var síðan dreginn til Njarðvíkur, en var svo mikið skemmdur eftir brunann að hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 6 maí árið 1965.


Öðlingur ÁR 10.                                                                                        Ljósmyndari óþekktur. 

Jörundur Bjarnason BA 65.                                                                       Mynd úr Íslensk skip.                                                                           
Flettingar í dag: 474
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725006
Samtals gestir: 53772
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:50:34