22.07.2017 10:06

Huginn SU 448.

Huginn SU 448 var smíðaður í Noregi (Sagvaag ?) árið 1925. Eik og fura. 7,15 brl. 20 ha. Rapp vél. Eigandi var Ármann Magnússon útgerðarmaður á Norðfirði frá sama ári. Árið 1929, þegar Nesþorp fær kaupstaðarréttindi og heitir eftir það Neskaupstaður, fær Huginn skráningarnúmerið NK 22. Báturinn var seldur 1937, Jónasi Þorvaldssyni á Búðum, Fáskrúðsfirði, hét Huginn SU 555. Seldur fyrri eiganda 1939-40, Ármanni Magnússyni í Neskaupstað, báturinn fékk sitt fyrra nafn, hét Huginn NK 22. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 12 júní árið 1944. Huginn var svo rifinn skömmu síðar.


Huginn SU 448 á Norðfirði. Vinstra megin á myndinni er hús sem stendur á staurum, er það salthús Konráðs Hjálmarssonar kaupmanns. Þar við hliðina sést vel í Bryggjuhúsið á Konráðsbryggjunni (ber í bátinn). Fjær til hægri sést verslunar og íbúðarhús Hinna sameinuðu íslensku verslana, þá íshús og loks sér í gaflinn á Sómastöðum.                                                          Ljósmyndari óþekktur. 
Flettingar í dag: 1031
Gestir í dag: 261
Flettingar í gær: 1708
Gestir í gær: 464
Samtals flettingar: 1595947
Samtals gestir: 423345
Tölur uppfærðar: 15.10.2019 23:16:11