31.07.2017 10:39

Huginn l ÍS 91. TFBK.

Huginn l ÍS 91 var smíðaður í Nyborg í Danmörku árið 1934 fyrir Hlutafélagið Huginn á Ísafirði. 60 brl. 150 ha. Völund vél. Skipið var selt til Nýfundnalands og tekið af skrá 1 nóvember árið 1950.


Huginn l ÍS 91 í bóli sínu á pollinum á Ísafirði.                                                Mynd úr safni mínu.


Huginn l ÍS 91 á síldveiðum.                                                                      Ljósmyndari óþekktur.


Ragnar Jóhannsson skipstjóri í bassaskýlinu á Huginn l ÍS 91.        (C) Páll Jónsson.

               Huginn l ÍS 91

Huginn fyrsti. Svo heitir til bráðabirgða fyrsti bátur útgerðarfélagsins Huginn hér í bænum. Er hann nú kominn til landsins og er væntanlegur hingað í dag. Hefir hann þá verið viku á leiðinni frá Nyborg á Fjóni, þar sem hann var byggður, Báturinn er 60 smálestir að stærð og hefir 130 - 160 hestafla vél. Skipstjóri er Ragnar Jóhannsson. Á hann að vera fullbúinn á síldveiðar, þegar hann kemur, og mun leggja upp á Sólbakka, ef síldveiði helzt hér vesturfrá. Annar bátur félagsins mun koma hingað í byrjun ágúst, og er hann byggður í Korsör á Sjálandi.

Skutull. 27 júlí 1934.

     Hekla og Geysir sækja sjómenn

Báðar millilandaflugvjelar Loftleiða, Hekla og Geysir, fara hjeðan vestur um haf árdegis í dag. Ferðinni er heitið til Nýfundnalands, en þar bíða flugvjelanna rúmlega 50 sjómenn. Sjómenn þessir sigldu þangað fjórum bátum Björgvins Bjarnasonar útgerðarmanns á Ísafirði, en þeir verða gerðir út frá Nýfundnalandi í vetur og munu áhafnir þeirra vera þarlendir menn. Geysir fer ekki lengra en til Gandarflugvallar á Nýfundnalandi og tekur þar um 40 farþega, en Hekla tekur þá sem eftir verða, er hún kemur til baka úr áætlunarflugi til New York. Flugvjelarnar eru báðar væntanlegar úr þessari ferð á laugardaginn.

Morgunblaðið. 20 október 1949.

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 2197
Gestir í gær: 271
Samtals flettingar: 1777803
Samtals gestir: 459657
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 00:27:31