07.08.2017 13:46

327. Bjarmi EA 760. TFWU.

Bjarmi EA 760 var smíðaður í Nyköbing Mors í Danmörku árið 1955 fyrir Útgerðarfélagið Röðul h/f á Dalvík. Eik. 58 brl. 240 ha. Alpha díesel vél. Ný vél (1966) 340 ha. Alpha díesel vél. Seldur 27 júní 1969, Hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f, hét Gullvík KE 45. Seldur 3 október 1972, Hilmari Magnússyni og Oddi Sæmundssyni í Keflavík, hét Vatnsnes KE 30. 18 nóvember 1980 hét báturinn Vatnsnes KE 130, sömu eigendur. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1 desember árið 1980.


Bjarmi EA 760.                                                                                           (C) Hafsteinn Jóhannsson.


Bjarmi EA 760 með fullfermi síldar á Dalvík.                                                  Ljósmyndari óþekktur.

            Nýr bátur til Dalvíkur

Nýr bátur er kominn hingað til Dalvíkur. Er það 58 lesta bátur, smíðaður í Danmörku. Helgi Jakobsson sigldi bátnum heim, en Jóhannes Jónsson mun verða formaður á vetrarvertíð. Eigandi hins nýja báts er hlutafélagið Röðull. Framkvæmdastjóri þess er Jón Stefánsson. Báturinn er vandaður og gott sjóskip að sögn. Á leiðinni til Íslands gistu skipverjar hjá íslenzkri fjölskyldu í Klakksvik og héldu þar jólin.

Dagur. 4 janúar 1956.

Flettingar í dag: 162
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 1352862
Samtals gestir: 88484
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 01:40:34