11.10.2017 21:59

B. v. Geir RE 241. LCHG / TFED.

Botnvörpungurinn Geir RE 241 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1912 fyrir E. Grant & J. Little Ltd í Grimsby. Hét fyrst Sialkot GY 780. 306 brl. 550 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 253. Seldur 1918, H. Woods & Others ?. Seldur 15 mars 1920, Hlutafélaginu Geir í Reykjavík. Seldur 31 mars 1924, Hlutafélaginu Hrönn í Reykjavík. Skipið var selt 28 nóvember árið 1946, P/F Atlantis í Fuglafirði í Færeyjum, hét Vitin FD 440. Seldur 1951, P/F Vitar A/S í Fuglafirði. Seldur 1952, Leif Waagstein í Þórshöfn. Seldur í brotajárn til Rosyth í Skotlandi árið 1952.


B.v. Geir RE 241.                                                                                                Mynd úr safni mínu.


B.v. Geir á ytrihöfninni í Reykjavík. Engey í baksýn.                                         (C) Magnús Ólafsson


Vitin FD 440 (ofar) og Varðberg VA 178 frá Miðvogi í Slippsmiðjunni í Þórshöfn.   Mynd úr safni mínu.


Loftskeytaklefinn úr Geir. Er eða var á Sjóminjasafninu Víkinni.                (C) Þórhallur S Gjöveraa.

Breskur kafbátsforingi kveðst hafa sökkt vopnuðum togara þýzkum er sigldi undir                         íslenskum fána

    Kafbátsforinginn stöðvaði togarann Geir og                                      rannsakaði skipið

       Viðtal við Sigurjón Össurarson, háseta á Geir

Togarinn Geir kom hingað úr Englandsför í fyrrakvöld. Höfðu skipverjar þá sögu að segja að þeir höfðu verið stöðvaðir og skipið rannsakað af brezkum kafbát. Gaf hinn brezki kafbátsforingi þá skýringu á þessu, að hann hefði daginn áður rekizt á þýzkan togara, alvopnaðan, sem hefði verið búinn íslenzkum hlutleysiseinkennum. Hefði togara þessum verið sökkt. Sigurvin Össurarson háseti á togaranum Geir, skýrði Þjóðviljanum frá þessum atburði á þessa leið:
Sigurvin átti tal við floringja þann, sem rannsakaði Geir og sagði hann honum alla söguna um þýzka togarann. Síðastliðinn sunnudag, hinn 16. þ. m. vorum við staddir um það bil 30 sjómílur norður af Barrahead á Skotlandi. Veður var gott, mistur í lofti og skyggni slæmt. Þetta var á fimmta tímanum. Um kl. 4,35 sáum við kafbát, sem kom á móti okkur og stefndi á bakborðskinnung. Hann var í lítilli fjarlægð. Við sem á vakt vorum gerðum skipstjóra aðvart og fyrirskipaði hann að allir skyldu vera við- búnir að fara í bátana. Eftir skamma stund var báturinn þvert af okkur. Hann hélt ferðinni áfram, en er hann var kominn nokkuð aftur fyrir okkur nam hann staðar og hélt kyrru fyrir í nokkrar mínútur. Síðan sneri hann við og stefndi í áttina til okkar á mikilli ferð, tók hann þá að senda út mors-merki, en þau voru undir sól að sjá frá okkur og gátum við ekki greint annað af merkjunum, en fyrirskipun um stöðvun, og var henni tafarlaust hlýtt. Þegar báturinn var kominn í kallfæri, heyrðum við að kallað var frá honum: Út með bátana. Var þeirri skipun einnig hlýtt tafarlaust.
Kafbáturinn var undir brezkum fána, en við töldum víst að hanm væri þýzkur, en sigldi undir fölskum fána. Við töldum víst að togaranum yrði sökkt og ætluðum að róa aftur fyrir bátinn, til þess að verja okkur sprengjubrotum, en þá var gefið merki um að við skyldum hafa samband við bátinn og reri þá bátur skipstjóra til hans. Voru þá tveir kafbátsverjar sendir um borð í Geir. Rannsökuðu þeir skipsskjölin, kváðu þeir að allt væri með feldu og að við mættum fara okkar leið. Kafbátsskipstjórinn og liðsforingi sá, sem rannsakaði skipið, skýrðu þennan atburð hvor í sínu lagi á þessa leið: Daginn áður þ. 15. þ. m. hafði kafbátur þessi hitt togara á þessum slóðum. Togarinn var líkur Geir búinn öllum íslenzkum hlutleysiseinkennum, þar á meðal nýmáluðum fánum á síður.
Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta var þýzur togari vopnaður 2 fallbyssum, djúpsprengjum og tundurduflum. Togara þessum var sökkt. Kafbátsmenn kvöddu okkur með virktum og buðu okkur kaðal til að gera að bátatalíum skipsins og jafnvel mat. Um klukkan 4,55 var þessu ævintýri lokið og við héldum okkar leið og bar ekkert til tíðinda á ferð okkar eftir það. Það er hart að ekki einu sinni hin vopnlausa íslenzka smáþjóð skuli fá að hafa óblettaðan fána sinn í friði án þess að reynt sé að skýla illvirkjunum á hafinu með honum.

Þjóðviljinn. 21 mars 1941.

Flettingar í dag: 1494
Gestir í dag: 241
Flettingar í gær: 1024
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 740146
Samtals gestir: 55831
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 14:17:32