22.10.2017 21:45

Cuxhaven NC 100. DFQH.

Cuxhaven NC 100 var smíðaður hjá Myklebust Verft í Gursken í Noregi árið 2017 fyrir Deutsche Fishfang Union GmbH (D.F.F.U), sem er dótturfélag Samherja h/f í Þýskalandi. 3.969 brl. Aðalvél, RRM Bergen B33:45L6, 3.200 Kw vél. Skipið er 81,22 m. á lengd, 16,31 á breidd og djúprista er 7,20 m. Cuxhaven hóf veiðar í ágústmánuði s.l. Var sú veiðiferð farin í Barentshafið. Haukur Sigtryggur Valdimarsson sendi mér þessar myndir af honum á leið til Akureyrar nú í kvöld. Þakka ég honum kærlega fyrir. Ekki annað að sjá en að Cuxhaven er hið glæsilegasta skip.


Cuxhaven NC 100 á leið inn Eyjafjörðinn.


Cuxhaven NC 100 á leið inn Eyjafjörðinn.


Cuxhaven NC 100 á leið inn Eyjafjörðinn.                   (C) Myndir: Haukur Sigrtyggur Valdimarsson.

        Cuxhaven NC 100 heldur í sína                                  fyrstu veiðiferð

Cuxhaven NC 100 nýtt skip Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi hefur haldið á veiðar. Cuxhaven NC100 sem hannað er af Rolls Royce er 81,22m langt og 16m breitt, smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noregi. Cuxhaven er fyrsta nýsmíði Deutsche Fischfang Union í 21 ár en það skip bar einnig nafnið Cuxhaven.
Eigendur Samherja ásamt Haraldi Grétarssyni framkvæmdastjóra Deutsche Fischfang Union og Óskari Ævarssyni útgerðastjóra tóku á móti skipinu 15.ágúst sl. í Álasundi. Þá voru veiðarfæri tekin um borð og skipið gert klárt að öðru leyti. Cuxhaven hélt svo til veiða í Barentshafi 20.ágúst.
Skipstjórar eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson. 
Cuxhaven er afar vel búið á allan hátt bæði hvað varðar vélbúnað, vinnslu og aðbúnað áhafnar sem getur orðið allt að 35 manns. Með nýjustu tæknilausnum er skipið mun hagkvæmara í rekstri og umhverfisvænna en eldri skip. Vinnsludekk er hannað og smíðað af Slippnum á Akureyri og hefur búnað m.a. frá Vélfag á Ólafsfirði.  "Þetta eru mikil tímamót í rekstri DFFU hér í Þýskalandi. Meðal annars hefur allur aðbúnaður áhafnar og vinnuaðstaða verið stórbætt. Það er mikil áskorun að fá allt til að virka í svona tæknilega flóknu skipi og næstu vikur verða því spennandi hjá okkur," segir Haraldur Grétarsson framkvæmdastjóri Deutsche Fischfang Union GmbH.


Heimasíða Samherja hf. 25 ágúst 2017.

Flettingar í dag: 627
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725159
Samtals gestir: 53788
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 14:19:46