23.10.2017 18:32

Cuxhaven NC 100 við bryggju á Akureyri í dag.

Frystitogarinn Cuxhaven NC 100 er hér við bryggju á Akureyri í dag til löndunar, en togarinn var að koma af Grænlandsmiðum og var aflinn aðallega karfi og grálúða. Togarinn er í eigu Deutsche Fishfang Union GmbH í Cuxhaven, D.F.F.U, sem er dótturfélag Samherja h/f í Þýskalandi, eins og kom fram hér á síðunni í gær. Skipstjórar á Cuxhaven eru Stefán Viðar Þórisson og Hannes Kristjánsson. Það var bróðir minn, Alexander Smári Gjöveraa sem sendi mér þessar flottu myndir af Cuxhaven nú í dag. Þakka ég honum kærlega fyrir sendinguna. Skipið er stórt og mikið, smíðað í Noregi fyrr á þessu ári. Glæsilegt skip.

Cuxhaven NC 100 að landa á Akureyri í dag.

Cuxhaven NC 100 landar á Akureyri í dag.

Cuxhaven NC 100 við bryggju á Akureyri í dag.

Cuxhaven NC 100.                             (C) Myndir: Alexander S Gjöveraa. 23 október 2017.

 
Flettingar í dag: 768
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725300
Samtals gestir: 53799
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 17:10:04