15.01.2018 05:56
454. Gísli J. Johnsen VE 100. TFGM.
Vélbáturinn Gísli J. Johnsen VE 100 var smíðaður í Korsör í Danmörku árið 1939. Eik. 24 brl. 110 ha. June Munktell vél. Eigandi var Guðlaugur Brynjólfsson í Vestmannaeyjum frá sama ári. Báturinn var lengdur í Vestmannaeyjum árið 1941, mældist þá 32 brl. Seldur 15 maí 1944, Sigurjóni Ingvarssyni og Jóni Sigurðssyni í Vestmannaeyjum og Páli Guðjónssyni á Stokkseyri, sama nafn og númer. Ný vél (1953) 170 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 16 desember 1957, Ársæli Sveinssyni í Vestmannaeyjum, sama nafn og númer. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 8 júní árið 1967.

Gísli J. Johnsen VE 100 á leið í róður. Ljósmyndari óþekktur.

Gísli J. Johnsen VE 100 á leið í róður. Ljósmyndari óþekktur.
Gísli J. Johnsen VE 100. Ljósmyndari óþekktur.
Gísli J.
Johnsen VE 100
Nýlega kom nýr bátur til Eyja, er heitir "Gísli J.
Johnsen" og er eign Guðlaugs Brynjólfssonar, útgerðarmanns. Báturinn er 24
smálestir að stærð og er smíðaður í Korsör í Danmörku.
Ægir. 1 mars 1939.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 249
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 1352949
Samtals gestir: 88485
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 02:24:10