17.01.2018 16:49

659. Málmey GK 10. LBSR / TFSE.

Línuveiðarinn Málmey GK 10 var smíðaður í Kristianssund í Noregi árið 1902. Stál. 75 brl. 100 ha. 2 þennslu gufuvél. Skipið hét áður Gola SI 11 og var í eigu Edvin Jacobsen á Siglufirði frá árinu 1923, en þá var skipið innflutt, hét þá Olga. Árið 1926-27 er h/f Kveldúlfur í Reykjavík eigandi skipsins. Skipið var selt í janúar 1929, Þórði Flygenring útgerðarmanni í Hafnarfirði, hét þá Málmey GK 10. Selt 21 júlí 1931, Magnúsi Magnússyni, Birni Þorsteinssyni og Jóni Jónssyni í Hafnarfirði, sama nafn og númer.  Selt 21 júní 1939, Óskari Halldórssyni h/f í Vestmannaeyjum, ennþá sama nafn og númer. Selt 21 júní 1942, Kjartani Guðmundssyni og Þorvaldi Guðjónssyni í Vestmannaeyjum, hét Málmey VE 110. Selt 17 febrúar 1944, Jóni Jónssyni í Reykjavík, skipið hét Málmey RE 110. Ný vél (1945) 160 ha. Polar diesel vél. Einnig var skipið endurmælt, mældist þá 80 brl. 17 september árið 1945 var Fiskiveiðahlutafélagið Hringur í Reykjavík eigandi skipsins. Selt 16 júní 1947, Magnúsi Pálssyni og Árna Jónssyni á Seyðisfirði, hét Víkingur NS 12. Selt 30 september 1949, Jóni Einarssyni á Seyðisfirði. Selt 25 júlí 1952, Þorvaldi Guðjónssyni í Vestmannaeyjum, hét Leó ll VE 94. 5 febrúar árið 1953 voru eigendur skipsins, auk Þorvaldar, Axel Magnússon í Vestmannaeyjum. Skipið var selt 15 maí 1964, Björgun h/f í Reykjavík, skráð sem sanddæluskip. Talið ónýtt og tekið af skrá 6 september árið 1971.


Línuveiðarinn Málmey GK 10.                                                                    (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Málmey GK 10 á leið út Hafnarfjörðinn.                                                       (C) Guðbjartur Ásgeirsson.


Líkan af Línuveiðaranum Málmey GK 10.                                                          (C) Borgarsögusafn.

                     Góð veiði

Fréttaritari Vísis í Hafnarfirði skýrir blaðinu svo frá, að línuveiðarinn Málmey hafi affermt þar 18. þ.m. 54 skpd. af fiski eftir tveggja sólarhringa útivist. Veiðina fékk hann tæpar 8 sjómílur út af Garðskaga. Málmey stundar þorskanetaveiði og hefir aflað 372 skpd. á 28 dögum og eru losunardagar þar með taldir.
Skipstjóri á Málmey er Magnús Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði, sem jafnframt er eigandi skipsins, ásamt Birni Þorsteinssyni bryggjuverði í Hafnarfirði. 18. þ. m. setti afla sinn á land í Hafnarfirði línuveiðarinn Jökull og Iosaði hann 96 skpd. Jökull hættir nú saltfiskveiðum og býr sig á ísfiskveiðar og fer frá Hafnarfirði væntanlega á laugardag. Skipið hefir lagt á land 1060 skpd. frá því í janúarlok. Beinteinn Bjarnason gerir skipið út. 17. þ. m. kom Alden til Hafnarfjarðar með 72 skpd., og vélbáturinn Vébjörn, sem stundar isfiskveiðar, kom inn til þess að afla sér veiðarfæra og íss. 
18. þ. m. komu til Hafnarfjarðar togararnir Óli Garða með 60 föt og Rán með 50 föt lifrar, báðir eftir 9 daga útivist.

Vísir. 21 apríl 1939.

Flettingar í dag: 908
Gestir í dag: 371
Flettingar í gær: 1213
Gestir í gær: 485
Samtals flettingar: 2398673
Samtals gestir: 624729
Tölur uppfærðar: 28.9.2021 14:19:31