21.02.2018 17:10

Kári SU 326.

Vélbáturinn Kári SU 326 var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1920. Fura. 8 brl. 11 ha. Gideon vél. Eigendur voru Björgvin Benediktsson og Sveinn Benediktsson á Fáskrúðsfirði, sennilega frá sama ári. Ný vél (1924-25) 24 ha. Rapp vél. Seldur um árið 1930, Þórarni Guðmundssyni, Sigurjóni Guðmundssyni og Jóni Ásgeirssyni á Fáskrúðsfirði, sama nafn og númer. Kári fórst í róðri 12 maí árið 1936 með allri áhöfn, 4 mönnum.


Vélbáturinn Kári SU 326 á Fáskrúðsfirði.                                                            Ljósmyndari óþekktur.

     Manntjón og bátstapi við Austurland
                    Aftaka suðaustan rok
  
Bátur með fjögurra manna áhöfn týndur

Óttast er um vjelbátinn Kára frá Fáskrúðsfirði með fjögurra manna áhöfn. Gerði aftaka rok af suðaustan, Austanlands í fyrrinótt og stóð alla nóttina. Veðrið var svo mikið, að gamlir fiskimenn ,telja að það hafi verið annað versta veðrið, sem þeir hafi lent í. Veðrið hefir og valdið manntjóni og sennilega, bátstapa. Vjelbáturinn "Kári" frá Fáskrúðsfirði fór á veiðar á mánudagskvöldið kl. 11, en síðan hefir ekkert til hans spurst. Var bátsins leitað í nótt og í dag og tóku 7 bátar þátt í leitinni. Þeir ern nú komnir að landi og hafa einskis orðið varir. Er því talið að báturinn hafi farist með allri áhöfn. Skipverjar á bátnum voru: "
Jón Ásgrímsson, skipstjóri. 
Guðni Guðmundsson, vjelstjóri
Ágúst Lúðvíksson háseti. og
Guðmundur Stefánsson, háseti.

Morgunblaðið. 14 maí 1936.


Flettingar í dag: 1195
Gestir í dag: 329
Flettingar í gær: 798
Gestir í gær: 301
Samtals flettingar: 1963647
Samtals gestir: 497323
Tölur uppfærðar: 12.8.2020 05:53:55