29.03.2018 21:16

1937. Björgvin EA 311 í Hafnarfjarðarhöfn í dag.

Dalvíkurtogarinn Björgvin EA 311 lá í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Náði nokkrum myndum af honum. Björgvin var smíðaður í Flekkefjord í Noregi árið 1988 fyrir Útgerðarfélag Dalvíkinga h/f á Dalvík. 499 brl. 2.223 ha. Deutz vél, 1635 Kw. Togarinn er núna í eigu Samherja á Akureyri en gerður út frá Dalvík eins og áður. Glæsilegt skip Björgvin og tók sig vel út í blíðunni í dag.


1937. Björgvin EA 311. TFFY.


1937. Björgvin EA 311. TFFY.


1937. Björgvin EA 311. TFFY.


1937. Björgvin EA 311. TFFY.


1937. Björgvin EA 311. TFFY.                                         (C) Þórhallur S Gjöveraa. 29 mars 2018.

               Björgvin EA 311

Nýr skuttogari, m/s Björgvin EA 311, bættist við fiskiskipastólinn 26. Júlí s. I. en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Dalvíkur. Björgvin EA er smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 142 hjá stöðinni, en er hannaður hjá Skipatækni hf. í Reykjavík. Björgvin EA er fimmtándi skuttogarinn, sem umrædd stöð smíðar fyrir Íslendinga, en auk þess hefur stöðin séð um smíði á einum skuttogaraskrokk (Björgúlf EA) fyrir Slippstöðina. Skrokkar allra þessara togara eru smíðaðir hjá Kvina Verft í Flekkefjord, sem annast hefur þann þátt smíðinnar fyrir Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk. Hinn nýi Björgvin kemur í stað samnefnds skuttogara, sem einnig var smíðaður hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk (afhentur í janúar 1974) fyrir sömu útgerð. Gamli Björgvin hefur nú verið seldur til Noregs. Björgvin EA er með búnaði til heilfrystingar á karfa og gráluðu, auk búnaðar til ísfisk meðhöndlunar.
Björgvin EA er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga hf., Dalvík. Skipstjóri á skipinu er Vigfús R. Jóhannesson og yfirvélstjóri Hafsteinn Kristinsson. Framkvæmdastjóri útgerðar er Valdimar Bragason.
Mesta lengd 50.53 m.
Lengd milli lóðlína (VL=4.80 m) ... 48.15 m.
Lengd milli lóðlína (perukverk) 44.78 m.
Breidd (mótuð) 12.00 m.
Dýpt að efra þilfari 7.30 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.80 m.
Djúprista (hönnunar) 4.80 m.
Eigin þyngd 1.138 tonn.
Særými (djúprista 4.80 m) 1.564 tonn.
Burðargeta (djúprista 4.80 m) 426 tonn.
Lestarými 480 m3
Meltugeymar 78.5 m3
Brennsluolíugeymar (forðageymar) ... 121.3 m3
Set- og daggeymar 12.7 m3
Ferskvatnsgeymar 77.8 m3
Sjókjölfestugeymir 24.1 m3
Ganghraði (reynslusigling) 14.2 sjómílur.
Rúmlestatala 499 brl.
Skipaskrárnúmer 1937.

Ægir. 8 tbl. 1 ágúst 1988.


Flettingar í dag: 568
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725100
Samtals gestir: 53784
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 12:02:12