08.05.2018 09:37

2861. Breki VE 61. TFMA.

Breki VE 61 var smíðaður hjá Huanghai Shipbuilding Co Ltd í Rongcheng í Kína árið 2017 fyrir Vinnslustöðina hf í Vestmannaeyjum. 1.223 Bt. 2.440 ha. MAN vél, 1.795 Kw. Kom til heimahafnar sinnar, Vestmannaeyja s.l. sunnudag eftir sex vikna siglingu frá Kína. Skipið er hannað af verkfræðistofunni Skipasýn í Reykjavík í samstarfi við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal. Breki VE er útbúinn til að geta togað með tvö troll eins og systurskipið Páll Pálsson ÍS 102. Skipin hafa einnig stærri skrúfur en áður hafa verið í skipum af þessari stærð og fæst mikill orkusparnaður við það. Ég óska útgerð og áhöfn til hamingju með þetta glæsilega skip. Svo vil ég þakka Tryggva Sigurðssyni í Vestmannaeyjum fyrir þessar fínu myndir af Breka þegar hann kom til Eyja að morgni 6 maí s.l.


2861. Breki VE 61 í Vestmannaeyjahöfn.                                   (C) Tryggvi Sigurðsson. 6 maí 2018.


2861. Breki VE 61.                                                                          (C) Tryggvi Sigurðsson. 6 maí 2018.


2861. Breki VE 61.                                                                    (C) Tryggvi Sigurðsson. 6 maí 2018.


2861. Breki VE 61 leggst að bryggju í Friðarhöfn.                                        (C) Atli Rúnar Halldórsson.

        Breki VE kominn til Eyja


Fjöl­menni tók í dag á móti Breka VE, nýju skipi Vinnslu­stöðvar­inn­ar, sem komið er til heima­hafn­ar eft­ir fimm­tíu daga sigl­ingu frá Kína. Lagt var frá bryggju í borg­inni Shi­da­ho í Kína 22. mars en þaðan og til Íslands eru 11.300 míl­ur.
Heim­sigl­ing­in gekk að ósk­um en syst­ur­skip­in Breki og Páll Páls­son, sem Hraðfrysti­húsið Gunn­vör fékk, voru í sam­floti á leiðinni. Það var í júní 2014 sem Vinnslu­stöðin hf. í Vest­manna­eyj­um og Hraðfrysti­húsið-Gunn­vör í Hnífs­dal sömdu um smíði skip­anna og var miðað við að þau kæmu til lands­ins á miðju ári 2016. Mikl­ar taf­ir urðu hins veg­ar á af­hend­ing­unni. Tog­ar­arn­ir eru hannaðir af verk­fræðistof­unni Skipa­sýn og eru 50 metra lang­ir og 13 metra breiðir.
Magnús Rík­arðsson er skip­stjóri á Breka og skip­stjóri á nýj­um Páli Páls­syni er Páll Hall­dórs­son. Átta manns voru í áhöfn Breka á heim­leiðinni og sjö manns í áhöfn Páls Páls­son­ar. Kaup­verð hvors skips var um 1,2 millj­arðar króna.

Mbl.is 6 maí 2018.

   Systurskipin Breki og Páll Pálsson                   lögð af stað heimleiðis

Systurskipin Breki VE og Páll Pálsson ÍS eru loks lögð af stað heimleiðis frá Kína, þar sem þau voru smíðuð. Afhending þeirra hefur tafist svo mánuðum skiptir og er búist við að heimsiglingin taki allt að sex vikur. Áhafnirnar hafa búið sig undir mikinn hita á hluta heimleiðarinnar og var settur sérstakur kælibúnaður í brú, vistarverur og vélarrúm skipanna svo að þar verði líft. 
Þá eiga skipin eftir að sigla um tvö svæði þar sem sjórán eru tíð, en að líkindum munu þau þá slást í för með örðum skipum og njóta verndar. Snemma í morgun voru skipin um 150 sjómílur norð- norðvestur af Shanghai.

Vísir.is 23 mars 2018.


Flettingar í dag: 125
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 534
Gestir í gær: 156
Samtals flettingar: 1822974
Samtals gestir: 470126
Tölur uppfærðar: 10.4.2020 06:40:35