19.07.2018 11:33

Landað úr togaranum Engey RE 1.

Ég tók þessar myndir út í Örfirisey þegar verið var að landa úr Engey s.l. mánudagsmorgun. Mér skildist á lyftaramanninum sem ég talaði við að togarinn hafi aflað um 160 tonn, aðallega karfi og þorskur á fjórum úthaldsdögum. Það er nú bara mjög gott hjá þeim. Svo annað, að ég sá bara tvo menn við löndunina, einn maður að hífa körin í land og einn maður á lyftara. Eru menn í lestinni við löndun eða er það sjálfvirkt ? Það er þá af sem áður var þegar þurfti her manns að landa úr togara.


2889. Engey RE 1 að landa afla sínum í Örfirisey 16 júlí 2018.










2889. Engey RE 1 við bryggju í Örfirisey.                            (C) Þórhallur S Gjöveraa. 16 júlí 2018.
Flettingar í dag: 338
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 722524
Samtals gestir: 53632
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 19:11:42