13.10.2018 08:42

Skíðblaðnir VE 287.

Vélbáturinn Skíðblaðnir VE 287 var smíðaður í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1929 fyrir Helga Benediktsson útgerðarmann í Vestmannaeyjum (Verslunarfélag Vestmannaeyja). Eik og fura. 16 brl. 40 ha. Saffle vél. Ný vél (1939) 65 ha. June Munktell vél. Seldur árið 1950, Einari Hannessyni og fl. í Keflavík, hét Skíðblaðnir KE 10. Seldur 24 janúar 1953, Jóni Jóhannssyni, Stefáni Jóhannssyni og Ólafi Stefánssyni í Sandgerði, hét þá Elín GK 127. Talinn ónýtur árið 1960 og tekinn af skrá 27 febrúar árið 1961.
Skíðblaðnir var fyrsti báturinn í Stokkseyrarferðum, þ.e. í áætlunarferðum milli Vestmannaeyja og Stokkseyrar með vörur og farþega. Það var Sigurjón Ingvarsson (í Skógum) ásamt Jóni í Látrum sem hófu þessar ferðir milli eyja og Stokkseyrar árið 1940. Hann tók vélbátinn Skíðblaðni VE á leigu af Helga Benediktssyni útgerðarmanni í Vestmannaeyjum það ár.


Skíðblaðnir VE 287.                                                       Ljósmyndari óþekktur. Mynd úr safni mínu.


Skíðblaðnir VE 287 við bryggju í Vestmannaeyjum.  Ljósmyndari óþekktur. Mynd úr safni mínu.


Skíðblaðnir KE 10. Líkan Gríms Karlssonar skipstjóra.                         (C) Þórhallur S Gjöveraa.

Flettingar í dag: 1007
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725539
Samtals gestir: 53820
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:02:51