10.11.2018 08:50

605. Ísleifur VE 63.

Vélbáturinn Ísleifur VE 63 var smíðaður af Magnúsi Guðmundssyni í Skipasmíðastöð Reykjavíkur árið 1916 fyrir Magnús Thorberg og Guðmund Guðmundsson skipstjóra á Ísafirði. Hét fyrst Ísleifur ÍS 390. Eik. 30 brl. 56 ha. Tuxham vél (1916). Seldur 1928, Ársæli Sveinssyni í Vestmannaeyjum, hét Ísleifur VE 63. Afsal fyrir kaupunum var gefið út 2 október 1930. Ný vél (1934) 110 ha. June Munktell vél. Ný vél (1951) 120 ha. Hundested díesel vél. Ný vél (1958) 170 ha. Buda díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 22 maí árið 1967. Báturinn stóð lengi eftir það í slipp í Vestmannaeyjum, en var að lokum brenndur stuttu fyrir 1980.


Vélbáturinn Ísleifur VE 63.                                         (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.

             Nýr bátur á Ísafjörð

Ísleifur heitir nýr vélbátur, sem kom hingað sunnan úr Reykjavík í gærdag, smíðaður þar af Magnúsi Guðmundssyni skipasmið, fyrir þá Magnús Thorberg símstjóra og Guðmund P. Guðmundsson formann. Bátur þessi er einn af stærstu bátum, sem smíðaður hefir verið hér á landi og gefur hinum útlendu bátum síst eftir að útliti og frágangi, og er sagður einkar traustur og vandaður að smíði. Báturinn er um 30 lestir að stærð og kvað kosta um 35 þús, krónur.

Vestri. 23 tbl. 20 júní 1916.


Ísleifur VE 63.                                                                                               (C) Tryggvi Sigurðsson.


Flakið af Ísleifi VE 63. Buda vélin, árgerð 1958 sést vel.             (C) Friðrik Ingvar Alfreðsson 1976.


Flettingar í dag: 571
Gestir í dag: 132
Flettingar í gær: 708
Gestir í gær: 231
Samtals flettingar: 1922949
Samtals gestir: 487673
Tölur uppfærðar: 13.7.2020 22:03:00