28.11.2018 09:54

B. v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206 á málverki og í lit.

Botnvörpungurinn Þorsteinn Ingólfsson RE 206 var smíðaður hjá Hall Russell & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1951 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. 681 brl. 1. 000 ha. 3 þennslu gufuvél. Hét Hrefna á smíðatíma. Smíðanúmer 824. Þorsteinn var einn af hinum svokölluðu "Stefaníutogurum". Togarinn var seldur til Grikklands og tekinn af skrá 6 júlí árið 1965. Ég rakst á þetta málverk af togaranum fyrir nokkru síðan, en því miður er það ekki í lit, en gott eigi að síður. Svo eru nokkrar litmyndir af honum, þrjár eru úr safni Atla Michelsen. Ég er með mikið myndasafn frá Atla, tekið um borð í togaranum Úranusi RE 343. Það eru myndir af skipverjum við vinnu sína og af skipinu, ómetanlegar heimildir frá tíma Nýsköpunartogaranna. Mun birta þær myndir hér á síðunni á næstu mánuðum.


B.v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206. Málverk.                                       Ljósmyndari óþekktur.


B.v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206.            Ljósmyndari óþekktur.


B.v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206 á leið í veiðiferð.                                                (C) Atli Michelsen.


B.v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206 við Faxagarð.                                                 (C) Atli Michelsen.

B.v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206 á leið út úr Reykjavíkurhöfn.                       (C) Atli Michelsen.


B.v. Þorsteinn Ingólfsson RE 206 við komuna til landsins 9 mars árið 1951.   Ljósmyndari óþekktur.

      "Þorsteinn Ingólfsson" kom til                           Reykjavíkur í gær

Í hinu fegursta veðri, um kl. eitt í gærdag, sigldi hinn nýi togari Bæjarútgerðarinnar, Þorsteinn Ingólfsson, fánum skreyttur stafna í milli, hjer inn í Reykjavíkurhöfn. Borgarstjóri, Gunnar Thoroddsen, hafði ásamt bæjarráðsmönnum, farið með hafnsögubátnum út á ytri höfn. Borgarstjóri bauð þar skipstjóra, Hannes Pálsson, og skipshöfn hans, velkomna, og árnaði henni heilla í starfi sínu á þessu glæsilega skipi.
Þorsteinn Ingólfsson er jafnstór systurskipunum Marz og Neptúnusi. Allar hinar ytri línur í skipiru mjög svipaðar og í þeim Marz og Neptúnusi. Borðstokkurinn, milli hvalbaks og aftur að yfirbyggingunni, er rúmlega mannhæðar hár. Þetta fyrirkomulag hefur verið á Neptúnusi og Marz og gefist mjög vel. Hinir háu borðstokkar skapa aukið öryggi og skjól við vinnu á þilfarinu. Bátadekkið er með nokkru öðru sniði en á hinum nýsköpunartogurunum. Heimferðin gekk að óskum. Ekki vannst tími til að setja reykháfsmerkið á, og ekki er fyllilega búið að ganga frá fiskmjölsverksmiðjunni, en hvoru tveggja verður gert erlendis. Þorsteinn Ingólfsson fer í slipp í dag, en í ráði er að togarinn fari á veiðar á mánudaginn.

Morgunblaðið. 10 mars 1951.



Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 724965
Samtals gestir: 53768
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:06:48