12.12.2018 17:45

M. b. Gylfi ÍS 510.

Mótorbáturinn Gylfi ÍS 510 var smíðaður í Skipasmíðastöð Gunnars Jónssonar á Akureyri árið 1929 fyrir Ásgeir Frímannsson, Gunnar Thorarensen og Tómas Björnsson á Akureyri, hét fyrst Gylfi EA 460. Eik og fura. 12 brl. 40 ha. Skandia vél. Báturinn var seldur 26 janúar 1935, Hirti Guðmundssyni í Hnífsdal, hét Gylfi ÍS 510. Seldur 29 desember 1942, Valdimar Sigurðssyni og Aðalsteini Einarssyni á Akureyri, hét þá Gylfi EA 729. Seldur 1 júlí 1944, Benedikt Þorsteinssyni, Birni Þ Ásmundssyni og Bjarna Runólfssyni á Höfn Hornafirði, hét þá Gylfi SF 54. Var gerður að uppskipunarbáti og tekinn af skrá 2 nóvember árið 1948.


Gylfi ÍS 510 á siglingu á Reykjarfirði á Ströndum (Djúpavík).            (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
Flettingar í dag: 1221
Gestir í dag: 402
Flettingar í gær: 1092
Gestir í gær: 456
Samtals flettingar: 2034055
Samtals gestir: 520341
Tölur uppfærðar: 29.9.2020 09:10:41