20.02.2019 22:27

Íslenskar eimskipamyndir í Commander sígarettupökkum.

Á þessu ári eru liðin ein 88 ár frá því að eimskipamyndirnar voru gefnar út en það var árið 1931. Þær voru í sígarettupökkum sem nefndust Commander og voru gefnar út af Tóbaksverslun Íslands h/f í samstarfi við Westminster Tobacco Co Ltd í London. Í auglýsingu í Fálkanum frá árinu 1931, segir að  "fyrir hverjar 50 íslenskar eimskipamyndir í Commander cigarettupökkum, sem oss eru sýndar, fá menn ókeypis eina gullfallega stækkaða mynd af einhverjum af 12 fallegustu myndunum". Það vill nú svo til að ég rakst á þessa "gullfallegu" stækkuðu mynd af togaranum Surprise GK 4 sem tekin var af Vigni ljósmyndara í Reykjavík. Eimskipamyndirnar á ég allar í albúmi sem sérstaklega var gert til að geyma þær í. Einstök heimild um tíma gömlu kolakynntu gufutogaranna í útgerðarsögu þjóðarinnar sem fengu þann sess að vera innan um sígarettur. En nú er öldin önnur, sígarettan á miklu undanhaldi, sem betur fer, en saga þessara miklu atvinnutækja og þeirra sem tóku við af þeim, Nýsköpunartogaranna svokölluðu, áttu mikinn þátt í því þjóðfélagi sem við þekkjum í dag.


Togarinn Surprise GK 4. Verðlaunamynd Vignis ljósmyndara.                             Mynd úr safni mínu.


Bakhlið ljósmyndarinnar.                                                                               Mynd úr safni mínu.


Albúm undir íslenskar eimskipamyndir.                                                        Úr safni mínu.


Íslenskar eimskipamyndir.                                                                                           Úr safni mínu.


Auglýsing úr Fálkanum frá árinu 1931.

Flettingar í dag: 745
Gestir í dag: 268
Flettingar í gær: 1610
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 1952307
Samtals gestir: 494580
Tölur uppfærðar: 5.8.2020 10:22:57