13.03.2019 19:49

M. s. Esja TFSA.

Strandferðaskipið Esja ll var smíðuð í Álaborg í Danmörku árið 1939 fyrir Skipaútgerð ríkisins. 1.347 brl. 2 x 1.250 ha. Polar díesel vélar, Nýjar vélar (1951) 2 x 1.250 ha. Polar díesel vélar. Skipið var selt til Bahamaeyja og tekið af íslenskri skipaskrá 17 september árið 1969. Hét þar Lucaya. Selt til Líberíu árið 1973, hét þar Ventura Beach, síðan Nwakuso og síðast aftur Ventura Beach. Skipið sökk á Mesuradofljóti í Monroviu 28 júlí árið 1979.

Heimild: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


45. Esja ll.                                                                                                     Ljósmynd í minni eigu.

     Strandferðaskipinu nýja verður               hleypt af stokkunum í dag

Í dag verður hinu nýja skipi Skipaútgerðar ríkisins hleypt af stokkunum í Álaborg, og er búist við að það verði um hádegið, en allt fer það eftir því, hvernig á flóði stendur í Limafirði, en þar eru sjávarföll óregluleg. Ingiriður krnóprinsessa skírir skipið og er ákveðið að það skuli heita "Esja", eins og strandferðaskipið, sem selt var úr landi, og verða stafir þess skips notaðir á hið nýja. Mikill mannfjöldi verður viðstaddur, er skipinu verður hleypt af stokkunum. Ber þar fyrst að telja krónprinshjónin, og föruneyti þeirra, Svein Björnsson sendiherra, Jón Krabbe sendisveitarráð og Jón Sveinbjörnsson konungsritara, bæarstjóra Álaborgar og fjölda íslendinga, sem búsettir eru í Danmörku, en allir þessir gestir munu hafa komið til Álaborgar í morgun. Samkvæmt dönskum blöðum, sem hingað hafa borist, verður skipinu hleypt af stokkunum um hádegisbilið, en hinsvegar verður athöfninni útvarpað kl. 18.15 s.d. Um fyrirkomulag þessarar athafnar er þetta í stuttu máli að segja:
Fyrir framan skipið hefir verið setttur upphækkaður pallur og hefir hann og skipið verið skreytt með íslenskum og dönskum fánum. Milli pallsins og skipsstefnisins hangir kampavínsflaska í silkisnúru. Sveinn Björnsson sendiherra flytur fyrst ávarp, en því næst leiðir forstjóri skipasmíðastöðvarinnar krónprinsessuna upp á pall þann, sem að ofan getur. Flytur krónprinsessan þar stutt ávarp, óskar skipinu gæfu og gengis og góðrar ferðar um höfin og klippir því næst silkisnúrunni í sundur. Fellur þá kampavínsflaskan á bóg skipsins og brotnar þannig, að kampavínið freyðir um stefnið. Samtímis þrýstir krónprinsessan á hnapp og rennur þá skipið af stað, en um leið falla flöggin af stefni skipsins og nafn þess kemur í ljós. Síðan verður skipið dregið að bryggju og haldið áfram smíði þess. Hið nýja skip er 1.200 smálestir að stærð. Í því verða tvær PolarDiesel aðal-vélar, 1.100 hestöfl hvor. Verður það með tveimur skrúfum og er það fyrsta farþegaskip, sem þannig er byggt fyrir okkur. Lengd skipsins er 226 fet milli stafna, breidd 35.6 fet og dýpt 20.6 fet. Að framfarinni skírnarathöfninni verður gestunum boðið til miðdegisverðar að hótel Phönix í Álaborg.

Vísir. 8 júlí 1939.


Strandferðaskipið Esja á Norðfirði.                                                                      (C) Björn Björnsson.


Fyrirkomulagsteikning af Esju ll.

               Nýja »Esja« komin

Föstudaginn 22. september kl. 11 f. h. lagði nýja "Esja" að landi í Reykjavík. Eins og kunnugt er, er þetta skip smíðað í stað gömlu "Esju", er seld var til Chile og er nú notuð þar sem járnbrautarferja. Hin fyrsta ferð skipsins gekk ágætlega og reyndist skipið vel í alla staði, af þeirri kynningu, sem skipsmenn höfðu af því. Skipið er smíðað í skipasmíðastöðinni í Áiaborg og kostar um 1, ½  milljón danskar krónur. Þúsundir manna voru á hafnarbakkanum til að taka á móti "Esju", er hún kom, og hafði mikill fjöldi þess beðið allan morguninn, því að ferð skipsins seinkaði dálitið vegna þoku. BJaðamönnum var boðið um borð í skipið og skoðuðu þeir það hátt og lágt undir handleiðslu Pálma Loftssonar framkvæmdarstjóra Skipaútgerðar ríkisins. Skýrði Pálmi ásamt skipstjóra og öðrum yfirmönnum skipsins, hvernig öllu er þar fyrir komið. Skipið er hið glæsilegasta og eftir skyndiskoðun verður ekki annað sagt en að þar gæti smekks og hagsýni í flestu. Er allt sniðið eftir kröfum tímans, svo sem við mátti koma, og má því tvímælalaust telja "Esju" fremsta farþegaskipið í íslenska flotanum.
Ásgeir Sigurðsson er skipstjóri á nýju "Esju" og öll skipshöfnin er svo að segja sú sama og var á þeirri eldri.

Tímaritið Ægir. 9 tbl. September 1939.



Flettingar í dag: 312
Gestir í dag: 185
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 337
Samtals flettingar: 737940
Samtals gestir: 55398
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 09:01:53