15.03.2019 16:49

B. v. Hvalfell RE 282. TFLC.

Nýsköpunartogarinn Hvalfell RE 282 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1947 fyrir hf. Mjölni í Reykjavík. 655 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Selt 24 febrúar 1961, Síldar & fiskimjölsverksmiðjunni í Reykjavík. Skipið var selt í brotajárn til Belgíu og tekið af skrá 2 júlí árið 1969. Það var varðskipið Óðinn sem dró Hvalfellið ásamt tveimur öðrum togurum til Belgíu, þeir voru Geir RE 241 og Askur RE 33.


B.v. Hvalfell RE 282 að koma til hafnar með fullfermi.                                    (C) Björn M Arnórsson.

    Nýbyggingartogarinn "Hvalfell"                           kom í gær

Í gærmorgun kom nýr togari til landsins frá Bretlandi; nefnist hann "Hvalfell" og er eign útgerðarfélagsins Helgafells h.f., en það félag hefur áður fengið einn nýbyggingartogara, "Helgafell. Nýbyggingartogarinn Hvalfell er smíðaður í Beverley.

Alþýðublaðið. 3 október 1947.


B.v. Hvalfell RE 282 með mikinn afla á dekki.                                          Ljósmynd í minni eigu.


Togararnir Geir RE 241, Askur RE 33 og Hvalfell RE 282 bíða örlaga sinna.   (C) Tryggvi Sigurðsson.

       Þrír hverfa - enginn kemur

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, leggja enn þrír af velþekktum nýsköpunartogurum upp í hinztu ferð sína frá Íslandi. Í raun er hér um mikla hryggðarmynd að roða, sem sýnir mjög Ijóst, hversu skammsýnir og litlir stjórnendur við erum. Við þessi mjög sterku skip voru miklar vonir tengdar. Og fjármunir, sem aflað var í síðustu heimsstyrjöld lagðir fram til kaupa á þeim, svo tryggja motti landsmönnum góð lífskjör. Skip þessi báru mikinn afla á land og afköstuðu meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Með rangri stjórnarstefnu í sjávarútvegsmálum var rekstrargrundvöllur togaranna eyðilagður og áróðri dreift út um það, að þessi atvinnutoki væru ómagar á þjóðinni. Árangurinn af þessu varð sá, að fjöldi góðra manna með dýrmæta reynslu flúði í land burt frá skipunum. Í þeirra stað varð að notast að mestu við viðvaninga sem gerði afkomumöguleikana enn verri og endaði hjá mörgu útgerðarfélaginu með algjörri uppgjöf. Enn eigum við 20 togara, sem haldið er úti, og þrátt fyrir lélegan rekstrargrundvöll sýna skipin svo augljósa glætu til sæmilegra afkomumöguleika, að augu manna eru nú að opnast fyrir því, hve togararnir í raun eru mikill búhnykkur í okkar litla þjóðfélagi.
Hvað sem öllum vangaveltum líður um fjármálin, þá er nanðsynlegt að efla togaraflotann og nýta betur en gert var við nýsköpunartogarana síðustu 15 árin. Togarar þeir, sem hér kveðja voru allir á sínum tíma mikil afla- og happaskip. Þau verða mörgum lengi hugstæð, en skipin, sem nú hverfa eru "Geir," "Hvalfell" og "Askur."

Sjómannablaðið Víkingur. 7-8 tbl. 1 ágúst 1969.


Flettingar í dag: 244
Gestir í dag: 153
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 337
Samtals flettingar: 737872
Samtals gestir: 55366
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 07:00:18