28.03.2019 08:50

540. Halldór Jónsson SH 217. TFLH.

Vélskipið Halldór Jónsson SH 217 var smíðaður í Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1961 fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Ólafsvík. Eik. 96 brl. 400 ha. Mannheim vél. Frá 21 júlí 1966 var Stakkholt hf. í Ólafsvík eigandi skipsins. Skipið var endurmælt árið 1974 og mældist þá 92 brl. Ný vél (1974) 565 ha. Caterpillar vél. Selt 9 júní 1990, Haukafelli hf. á Höfn í Hornafirði, sama nafn og númer. Selt 30 október 1990, Emil Þór Ragnarssyni í Reykjavík, sama nafn og númer. Selt til Svíþjóðar og tekið af skrá 7 nóvember árið 1990.


540. Halldór Jónsson SH 217 á sundunum við Reykjavík. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.


540. Halldór Jónsson SH 217. Líkan.  (C) Magnús Jónsson.  Úr safni Sæmundar Þórðarsonar.

           Nýr bátur til Ólafsvíkur

Ólafsvík, 10. júní.
Í dag kom hingað nýr bátur, eign Halldórs Jónssonar, útgerðarmanns, og Leifs sonar hans. Báturinn heitir Halldór Jónsson SH 217, var smíðaður á Akureyri í skipasmíðastöð KEA. Hann er 96 smálestir að stærð með 400-500 ha" Mannheim vél og í bátnum eru hin fullkomnustu siglingar og fiskileitartæki og frágangur allur á bátnum hinn vandaðasti. Þess má geta, að þetta er 5. báturinn sem KEA smíðar fyrir Ólafsvík. Halldór Jónsson, útgerðarmaður, er 56 ára gamall. Hann reri til fiskjar með föður sínum þegar á barnsaldri og hóf snemma formennsku, fyrst á árabát,síðan á trillubát og loks á þilfarsbát, sem hann keypti þá og gerði út með Kristjáni Þórðarsyni, stöðvarstjóra, sem nú er látinn fyrir nokkru. Hann keypti hluta Kristjáns í útgerðinni eftir nokkur ár, en gerði síðar út tvo báta í félagi við Guðlaug Guðmundsson, útgerðarmann hér í Ólafsvík.
Halldór hætti formennsku er synir hans urðu fulltíða og gerðust þeir formenn á bátum hans hver af öðrum, Jón Steinn, Kristmundur og Leifur, sem eru ötulir aflamenn. Halldór á nú fimm báta, þrjá nýja báta, sem allir eru smíðaðir fyrir hann á Akureyri og tvo eldri 36 tonna báta. Hann hefur annast svo um útgerð sína, að til fyrirmyndar má teljast, enda hefur aflasæld sona hans stutt mjög aðgengi hans. Við Ólsarar fögnum hinum nýja farkosti og óskum Halldóri og fjölskyldu hans til hamingju með hið nýja myndarlega skip.

Alþýðublaðið. 14 júní 1961.


Flettingar í dag: 1050
Gestir í dag: 340
Flettingar í gær: 846
Gestir í gær: 300
Samtals flettingar: 2025785
Samtals gestir: 517657
Tölur uppfærðar: 24.9.2020 14:53:55