29.03.2019 07:49

B. v. Draupnir RE 258. LCHD.

Botnvörpungurinn Draupnir RE 258 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1908. 284 brl. 550 ha. 3 þennslu gufuvél. 41,13 x 6,87 x 3,64 m. Smíðanúmer 171. Hét fyrst Macfarlane H 997 og var smíðaður fyrir Neptune Steam Fishing Co Ltd í Hull. Var í þjónustu breska sjóhersins sem tundurduflaslæðari, 1915-1919, hét þá HMT Macfarlane FY 1220. Seldur 1918-19, W. Allnut í Grimsby, hét Macfarlane GY 1119. Seldur 9 febrúar 1920, hf. Draupni í Vestmannaeyjum, hét Draupnir VE 230. Seldur árið 1925, hf. Draupni í Reykjavík, hét þá Draupnir RE 258. Draupnir var einn af þeim togurum sem lentu í Halaveðrinu mikla, 7-8 febrúar árið 1925 og var hætt kominn. Seldur 11 október 1932, Samvinnufélaginu Bjargi í Reykjavík, hét Geysir RE 258. ( Sjómannaalmanak frá 1933 segir hf. Njörð í Reykjavík eiganda skipsins). Togarinn strandaði við Tornes Point við norðanverðan Pentlandsfjörð í Orkneyjum, 19 nóvember árið 1933. Áhöfnin, 13 menn auk 2 farþega björguðust á land. Togarinn náðist út stuttu síðar en sökk er björgunarskip var með hann í togi á Pentlandsfirði.


B.v. Draupnir RE 258 í höfn í Aberdeen.                          Ljósmyndari óþekktur. Mynd í minni eigu.

 

        Nýkeyptir botnvörpungar

Tveir nýkeyptir botnvörpungar bafa enn bætst við íslenska fiskiflotann. Annar heitir Draupnir og er skrásettur í Vestmannaeyjum. Hann kom hingað í fyrrakvöld. Skipstjóri er Guðmundur Sigurðsson (áður skipstjóri á Frances Hyde). Draupnir er sagður 12 ára gamall, stórt og mjög vandað skip. Hann kom með fullfermi af kolum.
Hinn botnvörpungurinn heitir Geir , og er sagður 6 ára gamall. Eigendur eru Fenger stórkaupmaður og fl. Skipstjóri Jón Jónasson. Geir er stórt skip og traust. Hann kom með kolafarm.

Vísir. 15 mars 1920.

 

         Togararnir í Halaveðrinu
                   "Draupnir"

Hann missti bátinn og bátspallinn að miklu leyti. Rúmum 30 lifrarfötum vörpuðu skipverjar í sjóinn til að Iægja hann. Skinstjóri, stýrimaður og bátsmaður stóðu 15 klukkustundir samfleytt á stjórnpalli, og var aldrei hægt að skifta um vaktir á þeim tíma, þótti óðsmannsæði, að fara á milli hásetaklefa og stjórnpalls. Á stjórnpalli stóðu þeir í mitti í sjó löngum stundum. Það er nokkuð til marks um verðurhæðina. að fyrst eftir að Draupnir ætlaði til hafnar, hleypti hann, án þess að vjelin væri í gangi, undan veðrinu, og fullyrðir einn af skipverjum við Morgunblaðið að þá hafi skipið gengið um 6 mílur. En svo var stórsjórinn mikill, að skipstjóri treysti skipinu ekki tii að þola þá sjóa, sem komu á skut þess, og snjeri því þess vegna upp í.

Morgunblaðið. 11 febrúar 1925.


B.v. Draupnir VE 230 á siglingu.                                                          (C) Guðbjartur Ásgeirsson.
 

 Botnvörpungurinn "Geysir" strandar

Botnvörpungurinn Geysir strandaði á Straumnesi í Orkneyjum, seint í gærkveldi, í dimmviðri og roki. Hjálparskip komu á vettvang og bjargaði nokkru fyrir miðnætti öllum skipverjum, nema skipstjóra og loftskeytamanni, er var bjargað nokkru síðar. Tveimur farþegum sem á skipinu voru, var einnig bjargað. Geysir var á leið hingað til lands.
Geysir hét áður Draupnir og er nú eign samvinnufélagsins "Bjargi," sem í eru skipstjórinn Alexander Jóhannesson og skipshöfnin.

Vísir. 20 nóvember 1933.
 

     "Geysir" sökk á Pentlandsfirði

Botnvörpungurinn Geysir sem strandaði um daginn við Orkneyjar, hefir náðst út, en sökk, er björgunarskip var með hann í eftirdragi á Pentlandsfirði. Strandmennirnir komu með Brúarfossi.

Austfirðingur. 2 desember 1933.

Flettingar í dag: 286
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 1207
Gestir í gær: 337
Samtals flettingar: 737914
Samtals gestir: 55387
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 07:46:14