30.03.2019 21:27

512. Gæfa VE 9.

Mótorbáturinn Gæfa VE 9 var smíðuður í Djupvik í Svíþjóð árið 1934 fyrir Einar S Guðmundsson útgerðarmann í Keflavík. Hét fyrst Örninn GK 127. Eik og fura. 23 brl. 80 ha. June Munktell vél. Seldur 30 september 1940, Snorra Þorsteinssyni og Sigurþóri Guðfinnssyni í Keflavík, og Oddi Ólafssyni á Vífilsstöðum, Gullbryngusýslu, hét Bryngeir GK 127. Seldur 10 mars 1941, Ármanni Eiríkssyni útgerðarmanni í Neskaupstað, hét þá Bryngeir NK 87. Seldur 4 mars 1944, Halldóri Lárussyni, Herbert Þórðarsyni og Gunnari Bjarnasyni í Neskaupstað, hét þá Freyja NK 87. Ný vél (1945) 115 ha. Caterpillar vél. Seldur 1 ágúst 1957, Óskari Gíslasyni og Einari Gíslasyni (Einar í Betel) í Vestmannaeyjum, hét Gæfa VE 9. Seldur 28 maí 1964, Sigurði Jónssyni í Keflavík, hét þá Gæfa KE 111. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 27 maí árið 1970.


Gæfa VE 9 upp í fjöru í Vestmannaeyjum.                                                    Ljósmyndari óþekktur.


Bræðurnir Óskar og Einar Gíslasynir með sænska ferðamenn sér við hönd.     Ljósmyndari óþekktur.

                   M.b. Örninn

Nýr vélbátur, smíðaður í Svíþjóð, kom til Vestmannaeyja í dag. Er þetta 25 smálesta bátur, smíðaður í Djúpvík í Svíþjóð, með , 80-90 ha. June-Munktell vél og öðrum nýtísku útbúnaði vélbáta. Báturinn er smíðaður fyrir Einar Guðmundsson útgerðrarmann í Keflavík. Formaður á bátnum er hinn alkunni reykvíski sjógarpur, Þórarinn Guðmundsson skipstjóri, en með honum fóru til þess að sækja bátinn þrír menn úr Reykjavík og Vestmannaeyjum. Báturinn og vélin reyndist ágætlega í þessari fyrstu erfiðu ferð, en hann lenti í ofviðrum þeim hinum miklu, sem gengið hafa að undanförnu og valdið miklu tjóni, á siglingaleiðum til Íslands og hér við land. Þórarinn hefir lent i mörgum svaðilförum, og eins að þessu sinni, og ávalt farnast vel.

Vísir. 2 febrúar 1935.Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1558
Gestir í gær: 541
Samtals flettingar: 1960379
Samtals gestir: 496303
Tölur uppfærðar: 9.8.2020 06:23:00