19.06.2019 14:01

Enok NK 17.

Mótorbáturinn Enok NK 17 var umbyggður á Norðfirði árið 1925. Eik. 3,70 brl. 11 ha. Rapp vél, sett í bátinn sama ár. Eigendur voru Guðmundur Magnússon og Sveinn Magnússon á Nesi í Norðfirði. Hét áður Enok SU 449, en fékk NK 17 skráningarnúmerið þegar Nesþorp fékk kaupstaðarréttindin árið 1929 og hét eftir það Neskaupstaður. Seldur 1935, Halldóri Elíassyni og Halldóri Jónssyni í Neskaupstað, sama nafn og númer. Seldur 10 júní 1939, Guðjóni Jónssyni og Lúðvík Jósepssyni í Neskaupstað, enn sama nafn og númer. Báturinn var lengdur árið 1953, mældist þá 5 brl. Einnig var sett í bátinn 24 ha. Lister vél. Seldur 22 janúar 1957, Birni Gústafssyni á Djúpavogi, hét Enok SU 17. Báturinn sökk í Hafnarfirði árið 1961 og eyðilagðist.

Hugsanlegt er að báturinn hafi komið hingað til lands með Norðmönnum einhverjum árum áður og þeir bræður Guðmundur og Sveinn keypt bátinn af þeim og gert hann upp á Norðfirði árið 1925.


Enok NK 17 í bóli sínu á Norðfirði.                                                                   Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 587
Gestir í dag: 190
Flettingar í gær: 3151
Gestir í gær: 437
Samtals flettingar: 1956395
Samtals gestir: 495303
Tölur uppfærðar: 7.8.2020 03:51:25