11.07.2019 16:23

126. Jón á Stapa SH 215. TFIH.

Vélskipið Jón á Stapa SH 215 var smíðaður í Djupvik í Svíþjóð árið 1961 fyrir þá bræður Víglund Jónsson útgerðarmann og Tryggva Jónsson skipstjóra í Ólafsvík. Eik. 121 brl. 425 ha. June Munktell vél. Selt 31 maí 1969, Heimaskaga hf. á Akranesi, hét Fram AK 85. Í maí árið 1969 var skipið endurmælt, mældist þá 94 brl. Ný vél (1975) 565 ha. Caterpillar vél, 416 Kw. Selt 11 apríl 1976, Einari Ásgeirssyni í Reykjavík, hét þá Fram RE 111. Selt 1 júní 1977, Garðey hf. á Höfn í Hornafirði, fékk nafnið Garðey SF 22. Skipið var úrelt fyrir annað skip með sama nafni í september árið 1986.


126. Jón á Stapa SH 215 á síldveiðum fyrir Norðurlandi sumarið 1962.       Ljósmyndari óþekktur.


Jón á Stapa SH 215.                                                    (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen


Jón á Stapa SH 215.                                                                                 (C) Hafsteinn Jóhannsson.


126. Garðey SF 22.                                                                                        (C) Hilmar Bragason.

             Nýr bátur í Ólafsvík

Ólafsvík í gær:
Nýr bátur, Jón á Stapa, kom til Ólafsvíkur í morgun. Báturinn er eign Víglundar Jónssonar, útgerðarmanns, og Tryggva Jónssonar, skipstjóra í Ólafsvík, sem verður skipstjóri á bátnum. Báturinn er smíðaður í Djúpvík í Svíþjóð, og var fjóra og hálfan sólarhring frá Haugasundi í Noregi. Hann fékk ágætt veður og var Guðni Jóhannesson frá Reykjavík skipstjóri á heimsiglingunni. Jón á Stapa SH 215 er 119 br. lestir að stærð með 515 ha. June munktell dísil og 16 ha. Lister hjálparvél til ljósa og hitunar á beitingarskýli. Hann er búinn fullkomnum siglingar- og fiskleitunartækjum, þ á. m. japanskri ljósmiðunarstöð af fullkomnustu gerð.
Báturinn er smíðaður úr eik og er með hvalbak og lokuðum göngum, en yfirbyggingin er öll úr léttum málmi nema hvalbakur. Báturinn er hinn glæsilegasti og frágangur vandaður. Víglundur Jónsson hóf útgerð á mb. Snæfelli, 17 tonna bát, 1939 úr Hafnarfirði og var formaður á honum. Árið 1940 fluttist hann til Ólafsvíkur og gerði bátinn út héðan. Nokkru síðar keypti hann m.b. Framtíðina með Lárusi Sveinssyni og stóð sú sameign þar til Lárus fórst 1947. 1950 stofnaði Víglundur fiskvinnslufyrirtækið Hrói hf., og verkaði eftir það afla báta sinna. Nokkru síðar hætti hann formennsku og gaf sig eingöngu að stjórn fyrirtækja sinna. Víglundur hefur haft mest fjóra báta, en á nú þrjá báta sem allir hafa verið smíðaðir fyrir hann: Jökull, 55 smálestir, smíðaður á Akureyri 1957; Stapafell, smíðaður í Djúpvík 1959, og hinn nýja bát, Jón á Stapa. Öll hefur starfsemi Víglundar verið hin farsælasta, Tryggvi Jónsson, meðeigandi Víglundar að bátnum, er þekktur aflamaður.

Alþýðublaðið. 30 desember 1961.


Flettingar í dag: 1262
Gestir í dag: 423
Flettingar í gær: 1092
Gestir í gær: 456
Samtals flettingar: 2034096
Samtals gestir: 520362
Tölur uppfærðar: 29.9.2020 09:43:29