31.07.2019 22:50

Siglufjörður árið 1915.

Þessi mynd af Siglufirði er tekin árið 1915, í öndverðu síldarævíntýrisins. Á þessum árum voru margir síldargrosserar sem höfðu mikil plön, einn af þeim var Óskar Halldórsson. Hann var einn litríkasti persónugerfingur síldarævintýrisins á Siglufirði þá víðar væri leitað. Ég er búinn að kynna mér vel sögu hans úr bókum Ásgeirs Jakobssonar, og Guðsgjafarþulu, Halldórs Laxness. Ég lít á Óskar Halldórsson sem einn litríkasta persónuleika síldarævintýrisins um miðja síðustu öld. Eftir því sem ég best veit var hann holdgerfingur alls í síldarsögu okkar Íslendinga fyrir og um síðustu öld. Menn eins og hann var,  þurfum við í atvinnulífið í dag, sem standa fast á því sem þeir standa fyrir. Það mætti alveg halda minningu þessa mæta athafnamanns betur á lofti en raunin er.


Siglufjörður árið 1915.                                                                          Gamalt póstkort í minni eigu.


Óskar Halldórsson fyrir framan síldarstöð sína á Bakka á Siglufirði.
Flettingar í dag: 830
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725362
Samtals gestir: 53799
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 19:10:57