16.09.2019 19:54
M. b. Hjörtur Pétursson SI 80.
Vélbáturinn Hjörtur Pétursson SI 80 við bryggju á Siglufirði. Ljósmyndari óþekktur.
 Óttast um
vélbátinn Hjört Pétursson
Óttast er um afdrif vjelbátsins "Hjartar Pjeturssonar"
frá Siglufirði, sem gerður er út frá Hafnarfirði og fór þaðan í róður s.l.
miðvikudag. Talstöð bátsins var biluð, er hann lagði af stað, og hefir hann
ekki komið fram, en hinsvegar hefir rekið úr honum bjarghringi og dufl í Garði.
Sex menn voru á bátnum, formaður Eiríkur Þorvaldsson. Eigandi bátsins er
Vilhjálmur Hjartarson á Siglufirði.
Morgunblaðið. 1 mars 1941.
     Fárviðri
við Faxaflóa veldur miklu 
           skipatjóni og mannskaða
     Vélbáturinn
Hjörtur Pétursson frá 
   Siglufirði ferst með sex manna áhöfn
Vélbáturinn Hjörtur Pétursson frá Siglufirði fórst með allri
áhöfn í fyrradag sunnanvert á Faxaflóa. Á bátnum voru sex menn: 
Eiríkur Þorvaldsson, formaður, Helgadal við Kringlumýri. Hann var kvæntur og
átti 3 börn, hið elzta 9 ára. 
Unnar Hávarðsson, stýrimaður. Hann var Eskfirðingur, ókvæntur. 
Helgi Oddsson, vélstjóri frá Siglufirði. Hann var ókvæntur.
Jón Stefánsson, háseti, frá Siglufirði. Hann var kvæntur og átti 1 barn. 
Andrés Ágústsson, háseti, frá Siglufirði. Hann, var kvæntur og átti 1 barn. 
Viktor Knútsson, háseti, Laugaveg 70 B. Hann var ókvæntur. 
Báturinn var 20 tonn að stærð og eign Vilhjálms Hjartarsonar kaupmanns á Siglufirði.
Hann var gerður út frá Hafnarfirði. Á miðvikudagskvöld fór báturinn í róður frá
Hafnarfirði og mun hafa lagt lóðina 30-40 mílur norðvestur af Hafnarfirði. Í
fyrradag fór að reka ýmislegt úr bátnum í Garði, þar á meðal tvo bjarghringi,
skilrúm af dekki og úr lest. 
Þeir sem fórust voru allir á bezta aldri.
Þjóðviljinn. 1 mars 1941.
