27.01.2020 22:59

Suðvestan stormur á Norðfirði.

Suðvestan stormur eða rok á Norðfirði hinn 12 mars árið 1948. Hafnaraðstaða var ekki mikil á Norðfirði á þessum árum. Það var ekki margt í boði fyrir útgerðarmenn í Neskaupstað þegar það gerði slæm veður. Sennilega hefur það verið best að hafa bátana í bólum sínum, en að hafa þá við bryggju og láta þá berjast utan í hana sem gat valdið miklu tjóni á þeim. Það var ekki fyrr en árið 1963 sem að fullnægjandi hafnaraðstaða varð í Neskaupstað þegar uppfyllingin neðan við Steininn og Kastalann komst í notkun það ár. Það bætti aðstöðu útgerðarmanna til hins betra. Það var ekki fyrr en upp úr 1970, að farið var að gera höfn fyrir botni Norðfjarðar, enda er hún ein af betri höfnum landsins í dag.


Suðvestan stormur eða rok á Norðfirði 12 mars árið 1948.                       (C) Björn Björnsson.


Suðvestan stormur á Norðfirði.                                                              (C) Björn Björnsson.

Flettingar í dag: 378
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 724910
Samtals gestir: 53765
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 05:58:11