17.08.2020 21:11

2184. Vigri RE 71 að landa afla sínum í Örfirisey.

Frystitogarinn Vigri RE 71 var að landa afla sínum í Örfirisey í gær. Glæsilegt skip Vigri og hann mætti alveg við smá málningu, enda orðinn svolítið verklegur að sjá. En það þarf ekki að hvíla stálið og sennilega stutt í næstu veiðiferð hjá honum. Tók þessa mynd af honum í gær og enn og aftur, glæsilegt og mikið skip hann Vigri.


2184. Vigri RE 71 við bryggjuna í Örfirisey.                                           (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1243
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2893
Gestir í gær: 68
Samtals flettingar: 1358931
Samtals gestir: 88700
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 06:12:11