28.11.2020 21:08

1241. Skælingur NS 96.

Vélbáturinn Skælingur NS 96 var smíðaður hjá Bátasmíðastöð Breiðfirðinga (sem síðar varð Bátalón) í Hafnarfirði árið 1959. Báturinn var nótabátur og var endurbyggður og dekkaður á Eskifirði árið 1972. Eigendur voru Tómas Hjaltason, Bragi Haraldsson og Hallgrímur Arason á Eskifirði frá 24 september 1971, hét Víðir SU 13. Seldur 4 nóvember 1974, Erlingi B Einarssyni og Kristbergi Einarssyni í Vestmannaeyjum, hét Unnur VE 52. Seldur 13 febrúar 1979, Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum, hét þá Skælingur NS 96. Seldur 20 ágúst 1981, Arnþóri Magnússyni, Jóhanni Rúnari Magnússyni og Sveini Guðmundssyni á Borgarfirði eystra, hét Brimir NS 21. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 18 mars árið 1983.

Nafn bátsins er dregið af fjallinu Skælingi sem er við norðanverðan Loðmundarfjörð og líkist einna helst kínversku hofi séð frá sjó.


Skælingur NS 96 að leggjast að bryggju á Norðfirði, sennilega Sæsilfursbryggjunni þar sem áður var beitningaraðstaða fyrir báta Norðfirðinga. Maðurinn sem stendur í stafni bátsins er Kristinn Pétursson (Kiddi í Dagsbrún), Norðfirðingur í húð og hár. Hann er nú útgerðarmaður og sauðfjárbóndi á Djúpavogi og gerir út bátinn 6019. Goðanes SU 105.         Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 474
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725006
Samtals gestir: 53772
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 07:50:34