02.04.2021 13:28

2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. TF..

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 var smíðaður hjá Karstensens Skibsværft A/S í Skagen í Danmörku árið 2021 en skrokkur skipsins var smíðaður hjá Karstensen Shipyard í Gdynia í Póllandi fyrir Samherja hf á Akureyri. 4.139 Bt. 2 x 3.200 Kw Rolls Royce vélar. 88,20 m. á lengd, 16,60 á breidd og djúprista er 9,60 m. Smíðanúmer 452. Burðargeta skipsins er um 3.000 tonn. Verður skipið gert út á nóta og togveiðar. Meira síðar um þetta skip. Haukur Sigtryggur Valdimarsson á Dalvík sendi mér nokkrar myndir af Vilhelm þegar hann sigldi inn Eyjafjörðinn í fyrsta sinn í morgun. Sannarlega fallegt skip.


2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á Eyjafirði í morgun. 






2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Sannarlega glæsilegt skip.  (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.


2982. Vilhelm Þorsteinsson EA 11. Líkan.                             (C) Karstensens Skibsvært A/S Skagen.

Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725343
Samtals gestir: 53799
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 18:45:13