05.08.2021 21:46

B.v. Gulltoppur RE 247. LBDF / TFGD.

Botnvörpungurinn Gulltoppur RE 247 var smíðaður hjá Kaldnes Mekaniks Verksted í Tönsberg í Noregi árið 1928, 405 brl. 600 ha. 3 þennslu gufuvél. Smíðanúmer 50. Eigandi var h/f Sleipnir í Reykjavík frá 17 október 1928. Kom fyrst til landsins hinn 22 október sama ár. Skipið var selt 3 maí 1932, h/f Kveldúlfi í Reykjavík. Skipið var selt 26 ágúst 1944, Fiskiveiðahlutafélaginu Hængi á Bíldudal, skipið hét Forseti RE 10. Selt 30 mars árið 1950, Forseta h/f í Reykjavík, sama nafn og númer. Togarinn var seldur p/f Drangi í Saurvogi í Færeyjum árið 1955, hét þar Tindhólmur VA 115. Skipið var endurbyggt árið 1957. Togarinn var seldur í brotajárn árið 1966.
Gulltoppur var smíðaður á sama tíma og systurskipið Snorri goði RE 141 á árinu 1921 en lá hálfkaraður til ársins 1928 að skipið var dregið til Kinghorn í Skotlandi, þar sem sett var í skipið vél og það klárað fyrir h/f Sleipni.


B.v. Gulltoppur RE 247 á siglingu. (C) Guðbjartur Ásgeirsson. Lituð ljósmynd á póstkorti í minni eigu.

             Nýr botnvörpungur

Gulltoppur, hinn nýi togari sem Sleipnisfjelagið hefir keypt, lagði á stað frá Leith á sunnudag og er væntanlegur hingað á morgun. Hann er af sömu gerð og stærð og "Snorri goði."

Morgunblaðið. 21 október 1928.

Flettingar í dag: 870
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 906
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 719597
Samtals gestir: 53463
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 18:00:01