24.11.2021 10:59

V.b. Þráinn NK 70.

Vélbáturinn Þráinn NK 70 var smíðaður Hjá Frederikssund Skibsværft A/S í Frederikssund í Danmörku árið 1935. Eik og fura, 22 brl. 60 ha. Tuxham vél. 14,07 x 4,21 x 1,60 m. Eigandi var Ölver Guðmundsson útgerðarmaður í Neskaupstað frá 4 mars árið 1935. Báturinn var seldur til Færeyja 17 júlí árið 1946. Hét lengi vel Broddur VA 224 og gerður út frá Saurvogi. Árið 2011 komst báturinn í eigu áhugamannafélags í Vági sem hugðist gera hann upp. Væntanlega hafa þeir gert honum góð skil eins og færeyinga er von og vísa þegar gömul skip eru annars vegar.


Þráinn NK 70 í fjörunni neðan við Þórhól í Neskaupstað.                       (C) Björn Björnsson.

  Norðfirðingar auka skipastól sinn

Í fyrradag kom hingað til Norðfjarðar frá Fredrikssund í Danmörku eftir vikuferð með viðkomu á Shetlandseyjum og í Færeyjum, mótorbáturinn Þráinn NK. 70, tuttugu smálestir að stærð. Báturinn er smíðaður í Fredrikssund og hefir 50-60 hestafla Tuxhamvél. Skipstjóri á uppsiglingu var Bjarni Jónsson Fáskrúðsfirði, en eigandi bátsins er Ölver Guðmundsson útgerðarmaður. Einnig kom hingað til Norðfjarðar í gær frá Molde í Noregi, eftir þriggja sólarhringa ferð yfir hafið, og eins og hálfs sólarhrings töf í dimmviðri við Papey, mótorbáturinn Magni NK. 68, stærð 18 tonn með 24-25 hestafla Wichmanns mótorvél. Hann er smíðaður í Molde og er eigandi hans Guðjón Eiríksson frá Dagsbrún og félagar. Báðir bátarnir eru raflýstir og ágætlega útbúnir og hefir Norðfirski flotinn þar með fengið álitlega viðbót.

Alþýðublaðið. 12 mars 1935.


Broddur VA 224 í bóli sínu sennilega í Saurvogi í Færeyjum.               (C) www.wagaskip.dk

   Saga Þráins NK 70 (1935-2011)

Hér fyrir neðan er rakin saga Þráins NK 70 frá því hann var smíðaður í Frederikssund í Danmörku árið 1935 til ársins 2011, þegar áhugafélag í Vágum fékk hann afhentan til varðveislu.

1935 - Þráinn NK 70, Neskaupstaður, Ísland - Ölver Guðmundsson
1946 - Stjørnan KG119, Klaksvík - Bethuel Johannesen
1951 - Broddur VA224, Sørvág - P/F N.Niclasen
1962 - lagdur.
1963 - Broddur, VA224, Sørvág - Dánjal J.F. Hermansen, Hósvík
1965 - Streymsund, VN164, Hósvík - Dánjal J.F. Hermansen.
1970 - Streymsund, TN164, Tórshavn - Herman B. Hermansen
1977 - Birita, VA11, Miðvágur - Arnhold og Karl Johannesen 
1980 - Birita TG30, Lopra - William Suni Bech
1983 - Voyliklettur KG 697, Klaksvík - Niels Helgi Bech
1986 - Voyliklettur KG 697, Klaksvík - A.E.Joensen
1989 - Voyliklettur KG 697, Klaksvík - J.F.Hansen
1991 - Nestindur KG681, Klaksvík - Jógvan Oluf Vesturlið
2005 - Kára TN1188, Tórshavn - Eli Petersen
2011 - Broddur - Grunnurin "Broddur" - Áhugafelag í Vágum 

Heimild: www wagaskip.dk


Flettingar í dag: 1845
Gestir í dag: 246
Flettingar í gær: 1024
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 740497
Samtals gestir: 55836
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 15:47:00