04.12.2021 20:21

M.b. Suðri NK 36.

Mótorbáturinn Suðri NK 36 var smíðaður af Þorsteini Tómassyni í Mjóafirði árið 1924 fyrir Víglund Þorgrímsson í Holti í Mjóafirði. Eik og fura. 2,62 brl. 6 ha. Wichmann vél. Seldur Svavari Víglundssyni á Norðfirði, ekki vitað hvenær. Seldur 20 nóvember 1939, Ara Björnssyni í Neskaupstað. Seldur 6 mars  1940, Borgþóri Jónssyni í Mjóafirði. Seldur Gunnari Víglundssyni í Mjóafirði, það gæti hafa verið seint á árinu 1940. Baturinn varð ónýtur á meðan Gunnar átti hann. Var tekinn á land og brenndur, óvíst hvenær það var.

Suðri var smíðaður í Mjóafirði og ætti þar af leiðandi að hafa borið SU skráninguna, en ég hef ekki fundið neitt um það ennþá.


Suðri NK 36 að koma að landi í Mjóafirði með fullt af fólki um borð. Ekki veit ég tilefnið eða  nákvæmlega hvar í firðinum myndin er tekin, en utarlega og að sunnanverðu er það. Lóðabelgirnir (svartir) í forgrunni eru merktir NK Suðri. (C) Björn Björnsson.

Flettingar í dag: 2321
Gestir í dag: 135
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 744080
Samtals gestir: 56041
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 18:39:25