26.12.2021 10:01

B.v. Skúli Magnússon RE 202. TFYD.

Nýsköpunartogarinn Skúli Magnússon RE 202 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1948 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. 677 brl. 1.000 ha. 3 þennslu gufuvél. Skúli var afhentur eigendum sínum hinn 30 júní og kom til heimahafnar sinnar, Reykjavíkur 8 júlí sama ár. 55,58 x 9,20 x 4,55 m. Smíðanúmer 791. Skipaskrárnúmer 193. Í byrjun októbermánaðar árið 1960 var togarinn við veiðar á Nýfundnalandsmiðum og var nýlagður af stað heimleiðis með um 160 tonn af karfa, er hann fékk á sig brotsjó. Mikill leki kom að vélarrúmi togarans og stóðu skipverjar í austri í langan tíma. Það var svo Hafnarfjarðartogarinn Maí GK 346 sem dró Skúla til hafnar í St. John's á Nýfundnalandi þar sem gert var við lekann sem tók nokkurn tíma. Togarinn var seldur í brotajárn til Ghent í Belgíu í ágústmánuði árið 1967.


B.v. Skúli Magnússon RE 202 í Reykjavíkurhöfn.                          (C) Helgi Kristjánsson.


     Skúli Magnússon kom í gær

Skúli Magnússon, annar nýsköpunartogari Reykjavíkurbæjar, sígldi fánum skreyttur hjer inn á höfn í gær morgun. Nokkru fyrir hádegi fór borgarstióri bæjarráðsmenn og útgerðarráð bæjarins, um boð í skipið til að skoða það. Skúli Magnússon er nokkru lengri en Ingólfur Arnarson. Þilfarslengd skipsins er 180 ½  fet, en togarinn þarf 199 feta langt bryggjupláss, þar sem hann liggur við Faxagarð. Ferðin heim gekk mjög vel og láta skipverjar vel yfir skipinu. Einkennisstafir Skúla Magnússonar eru RE-202. Í  reykháf skipsins er hið nýja merki Bæjarútgerðar Reykjavíkur, en það er bókstafurinn R í skildi, sem málaðir eru á fánalitirnir. Þetta merki teiknaði Halldór Pjetursson.
Skipstjóri á Skúla Magnússyni er Halldór Guðmundsson, er lengi var á Júní. Fyrsti stýrimaðuri er Sigurður Þorleifsson er var skipstjóri á Skutli og fyrsti vjelstjóri er Loftur Ólafsson, en hann var á Max Pemberton um langt skeið.

Morgunblaðið. 9 júlí 1948.


Nýsköpunartogarinn Skúli Magnússon RE 202 nýr út í Hull.     (C) Cook Welton & Gemmell Ltd.


B.v. Skúli Magnússon RE 202 nýr út í Hull.                (C) Cook Welton & Gemmell Ltd.

Skúli Magnússon kom til St. Johns í gær
                með sjó í vélarúmi

Togarinn Maí kom um hádegið í gær inn til St. Johns á Nýfundnalandi með togarann Skúla Magnússon í eftirdragi og var þá liðinn réttur sólarhringur frá því að Maí kom Skúla til hjálpar og tók hann í tog um 190 mílur austur af Nýfundnalandi, er leki kom að skipinu. Dælurnar höfðu vel við á leiðinni, en talsverður sjór var í vélarúmi skipsins er það kom til St. Johns. Fréttaritari blaðsins í St. Johns símaði í gær, að kl. um 5 á mánudagsmorgun hafi skipstjórinn á Skúla Magnússyni, Þorbjörn Finnbogason, tilkynnt að leki væri kominn að skipinu og þar af leiðandi vélar stöðvast. Togarinn Maí frá Hafnarfirði, skipstjóri Benedikt Ögmundsson var staddur næst togaranum og kom honum til hjálpar, eins og áður hefur verið skýrt frá. Um miðjan dag í gær var ekki enn kunnugt um hvað valdið hefði lekanum. Átti þá að taka Skúla í slipp og kanna skemmdirnar. En Maí fór aftur út á veiðar kl. 3. Áhöfnin er öll heil á húfi í St. Johns. Hvort hún verður látin bíða þar eða koma heim, fer eftir því hve langan tíma tekur að gera við skipið, að því er Þorsteinn Arnalds skrifstofustjóri Bæjarútgerðarinnar tjáði blaðinu í gær, en vonast væri til að það gengi fljótt.
Togarinn Skúli Magnússon er 677 smálestir að stærð, byggður í Bretlandi árið 1948. Eigandi er Bæjarútgerð Reykjavíkur.

Morgunblaðið. 5 október 1960.


B.v. Skúli Magnússon RE 202 við bryggju í Leirvík á Hjaltlandseyjum.        (C) J.A. Hugson.


B.v. Skúli Magnússon RE 202 í Leirvík.                                                       (C) J.A. Hugson.


B.v. Skúli Magnússon RE 202 í Leirvík.                                                           (C) J.A. Hugson.


          Skúli Magnússon seldur

Alþýðublaðið hefur sannfrétt, að Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur ákveðið að selja togarann Skúla Magnússon úr landi í brotajárn, Ekki tókst í gærkvöldi að fá nánari fregnir af sölunni, hvert söluverðið væri, eða hver væri kaupandi. Eins og kunnugt er, er Skúli Magnússon einn af nýsköpunartogurunum, og einn af fyrstu togurunum sem keyptir voru til landsins eftir stríðið.

Alþýðublaðið. 19 ágúst 1967.




Flettingar í dag: 2004
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 743763
Samtals gestir: 56019
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 14:00:00