14.01.2022 18:54

1014. Ársæll Sigurðsson GK 320. TFBH.

Vélskipið Ársæll Sigurðsson ÁR 320 var smíðaður hjá Brattvaag Skibsinnredning & J. Johansen Svejseverksted í Brattvaag í Noregi árið 1966 fyrir Ársæl h.f. (Sæmundur Sigurðsson og fl.) í Hafnarfirði. 242 brl. 600 ha. Stork vél. 34,64 x 6,75 x 3,29 m. Smíðanúmer 21. Við endurmælingu í nóvember 1968 mældist skipið 195 brl. Selt 14 desember 1970, Festi h.f. í Grindavík, sama nafn og númer. Selt 2 desember 1977, Óskari Þórhallssyni og Degi Ingimundarsyni í Keflavík, hét Arney KE 50. Skipið var yfirbyggt árið 1982. Þá var einnig sett 800 ha. Stork Werkspoor vél, 589 Kw. Selt 2 desember 1992, Iðunni h.f. Útgerðarfélagi C/o Eiríki Böðvarssyni á Ísafirði, hét þá Auðunn ÍS 110. Sjóvá-Almennar tryggingar h.f. í Reykjavík voru eigendur skipsins frá 15 október 1996. Selt 12 nóvember 1996, Skinney h.f. á Höfn í Hornafirði, hét Steinunn SF 10. Selt árið 2000, Sólborgu ehf í Stykkishólmi, hét Ársæll SH 88. Árið 2005 mun skipið sennilega hafa borið nafnið Uni ÍS 41,óvíst um eigenda. (Finn ekkert um það í skipaskrám). Selt árið 2005-6, Humarvinnslunni ehf í Þorlákshöfn, hét þá Ársæll ÁR 66. Árið 2009 er skipið í eigu Atlantshumars ehf í Þorlákshöfn. Árið 2013 er skipið í eigu Auðbjargar ehf í Þorlákshöfn, sama nafn og númer. Árið 2016 kaupir Skinney-Þinganes h.f. í Þorlákshöfn útgerðarfélagið Auðbjörgu og eignast þar með Ársæl. Skipið var selt í brotajárn til Belgíu 27 desember árið 2017.


1014. Ársæll Sigurðsson GK 320 nýr út í Noregi. (C) Brattvaag Skibsinnretning. Mynd í minni eigu.

              Ársæll Sigurðsson
       Nýtt 250 tonna síldveiðiskip

Nýlega fékk Sæmundur Sigurðsson, skipstjóri í Hafnarfirði nýtt 250 tonna stálskip, sem var smíðað í Noregi, og ber það nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320. Sæmundur átti áður 100 tonna skip með sama nafni og seldi hann það til Vestmannaeyja. Ársæll Sigurðsson hélt út til veiða í dag, og var áætlað að reyna síldveiðar við Suðurland, a.m.k. til að byrja með. Skipstjóri á skipinu er Sæmundur Sigurðsson, 1. stýrimaður Viðar Sæmundsson, 1. vélstjóri Kristinn Steindórsson og 2. vélstjóri Aðalsteinn Sæmundsson.

Tíminn. 5 ágúst 1966.



Flettingar í dag: 1214
Gestir í dag: 140
Flettingar í gær: 2688
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 745661
Samtals gestir: 56203
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 19:10:41