16.01.2022 13:32

1160. Freyja RE 38. TFAS.

Togveiðiskipið Freyja RE 38 var smíðuð hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1960. 308 brl. 750 ha. Mirrlees vél. 42,67 x 7,65 x 3,35 m. Smíðanúmer 1456. Hét fyrst Lavinda FD 159 og var í eigu J. Marr & Sons Ltd í Fleetwood í Englandi. Selt 14 apríl 1964, Richard Irvin & Son Ltd í Aberdeen í Skotlandi, hét þá Ben Arthur A 742. Skipið var lengt árið 1966. Selt 23 apríl 1971, Gunnari Hafsteinssyni í Reykjavík, hét þá Freyja RE 38. Selt 16 júlí 1975, Ársæli s.f. í Hafnarfirði, hét Ársæll Sigurðsson ll HF 12. Eftir 29 janúar 1980 bar skipið númerið HF 120. Talið ónýtt og tekið af skrá 4 desember árið 1980. Skipið var síðan selt í brotajárn til Albert Draper & Son Ltd í Hull í október árið 1984 og rifið niður þar.


1060. Freyja RE 38 í Reykjavíkurhöfn.                                                 Ljósmynd í minni eigu.


Lavinda FD 159 frá Fleetwood.                                                         Ljósmyndari óþekktur.


Ben Arthur A 742 frá Aberdeen.                                                  Ljósmyndari óþekktur.


Ársæll Sigurðsson ll HF 12.                                                       (C) Fleetwood Motor Trawlers.

        Nýr togari - Freyja RE 38

Í gærmorgunn bættist okkur íslendingum enn eitt skip í togaraflotann og heitir það Freyja RE 38. Eigandi togarans er Gunnar I. Bergsteinsson og festi hann kaup á togaranum í seinustu viku úti í  Bretlandi, en skipstjóri verður Pétur Þorbjörnsson. Er nú sem óðast verið að ráða áhöfn á skipið, því áætlað er að það hefji veiðar í næstu viku. Það verður gert út frá Reykjavík. Freyja er tíu ára gamall brezkur togari, en skipið er greinilega vel með farið og vel um gengið, enda er öll aðbúð áhafnar góð. Skipið er 309 brúttólestir að stærð, búið 750 hestafla vél og reyndist ganghraði þess 10 - 11 sjómílur á leiðinni heim, og gekk ferðin í alla staði vel. Skipið er búið góðum siglinga og fiskileitartækjum, en veiðarfæri fylgdu ekki með í kaupunum og voru þau því keypt hér á landi. Það sem er einkum óvenjulegt við útgerð þessa togara, er að ekki verður nema 14 manna áhöfn, en það kemur til af því, að vaktalög á íslenzkum togurum ná ekki til skipa, sem eru undir 500 lestum að stærð, en togarar, sem eru yfir 500 lesta takmarkið, þurfa að hafa a.m.k. 30 manna áhöfn.

Alþýðublaðið. 29 apríl 1971.

Flettingar í dag: 1062
Gestir í dag: 120
Flettingar í gær: 2688
Gestir í gær: 157
Samtals flettingar: 745509
Samtals gestir: 56183
Tölur uppfærðar: 10.5.2024 16:23:39