14.02.2022 09:31

2107. Haukur GK 25. TFIS.

Skuttogarinn Haukur GK 25 var smíðaður hjá Langsten Slip & Baatbyggeri A/S í Tomrefjord í Noregi árið 1984. 479 brl. 225 nettó. 2.033 ha. Wichmann vél, 1.495 Kw. 46,85 x 10,09 x 7,1 m. Smíðanúmer 104. Hét áður Snoddið FD 352 og var gerður út af Partrederi J.I. Ólsen í Tóftum í Færeyjum. Valbjörn hf í Sandgerði keypti togarann í mars árið 1991 og fékk hann þá nafnið Haukur GK 25. Togarinn var seldur til Færeyja og tekinn af skrá 29 desember árið 2000.
 

2107. Haukur GK 25.                                  Ljósmyndari óþekktur.



                              Valbjörn h.f. Sandgerði
    Færeyskur togari kominn til landsins

Síðasta sunnudag kom færeyski togarinn Snoddið til hafnar í Njarðvík. Togara þennan hefur Valbjörn h.f. í Sandgerði keypt af Færeyingum. Var togarinn tekinn upp í slipp í Njarðvík á mánudag. Mun Valbjöm h.f. selja í staðinn togara sinn Hauk GK 25. Voru menn alveg eins vongóðir um að hann færi til Færeyja, en með Snoddinu komu auk áhafnar Hauks GK, færeyingar til að skoða Haukinn. Þá kom Jón Erlingsson útgerðarmaður með togaranum heim. Hafa kaupin verið alllengi í bígerð, en ávallt staðið á einhverju ytra. Snoddið hefur legið í höfn í Þórshöfn í tæpt ár, eftir að útgerðin varð gjaldþrota. Togarinn er smíðaður í Noregi árið 1984. Mælist hann svipaður að stærð og Haukur, þó fyrirkomulag sé allt mikið betra og lestarpláss mikið stærra. Er reiknað með að hann fái nafnið Haukur GK. Sama skipshöfn verður á honum og var á eldri Hauki undir skipstjórn Sveins Jónssonar.

Víkurfréttir. 11 tbl. 14 mars 1991.
                                                                      

Haukur GK 25. Fyrirkomulagsteikning.  Mynd úr Ægi.
 

Færeyski togarinn Snoddið FD 352.                               (C)  Jónleif Joensen.
 

2107. Haukur GK 25. Líkan.                                       (C) Þórhallur S Gjöveraa.



                                          Haukur GK 25

Nýr skuttogari, M/S Haukur GK 25, bættist við fiskiskipaflotann 10. mars s.l., en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Sandgerðis. Haukur GK er keyptur notaður til landsins, og hét áður Snoddið og var smíðaður fyrir Færeyinga árið 1984, afhentur í mars það ár. Skipið er smíðað hjá Langsten Slip & Baatbyggeri A/S, Tomrefjord í Noregi, og er smíðanúmer 104 hjá stöðinni. Umrædd skipasmíðastöð hefur smíðað mjög marga skuttogara fyrir Færeyinga, en hinn nýi Haukur er þriðja fiskiskipið í íslenska flotanum frá umræddri stöð, öll innflutt. Hinn nýi Haukur GK kemur í stað skuttogara, sem bar sama nafn (sk. skr. nr. 1378) og var smíðaður Noregi árið 1970, en keyptur til landsins árið 1974. Haukur GK er í eigu Valbjarnar h.f., Sandgerði. Skipstjóri á skipinu er Sveinn Jónsson og yfirvélstjóri Jón Rúnar Árnason. Framkvæmdastjóri útgerðar Jón Erlingsson.
Mesta lengd 46.85 m.
Lengd milli lóðlína 39.20 m.
Breidd (mótuð) 10.09 m.
Dýpt að efra þilfari 7.10 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.75 m.
Eiginþyngd 772 tonn.
Særými (djúprista 4.75 m) 1170 tonn.
Burðargeta (djúprista 4.75 m) 398 tonn.
Lestarrými 400 m3.
Brennsluolíugeymar(m. daggeymum) 132.9 m3.
Andveltigeymar(brennsluolía) 53.6 m3.
Ferskvatnsgeymar 42.1 m3.
Tonnatala 742 brl.
Rúmlestatala 479 brl.
Skipaskrárnúmer 2107.

Ægir. 9 tbl. 1 september 1991.


 

 

 

Flettingar í dag: 2391
Gestir í dag: 141
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 744150
Samtals gestir: 56047
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 20:15:00