06.06.2022 08:16

Gamli og nýi Páll Pálsson ÍS 102 í slippnum í Reykjavík.

Nafnarnir að vestan, Páll Pálsson ÍS 102 yngri og sá eldri í slippnum í Reykjavík. Sannarlega falleg og aflasæl skip.
 

2904. Ísfisktogarinn Páll Pálsson ÍS 102. TFPH, var smíðaður hjá Huanghai Shipbuilding Co Ltd í Rongcheng í Kína árið 2018. 1.223 bt. 2.440 ha. MAN vél, 1.795 Kw. 51,32 x 12,80 x 9,67 m. Er hann systurskip Vestmannaeyjatogarans Breka VE 61 sem smíðaður var á sama stað og tíma. Páll hefur reynst vel síðan hann kom til landsins árið 2018 og borið mikinn afla að landi. Sannarlega glæsilegt skip hinn nýji Páll Pálsson ÍS 102. Tók þessa mynd af honum 22 maí síðastliðinn.

1274. Páll Pálsson ÍS 102. TFKR, var smíðaður hjá Narasaki Zosen KK í Muroran á Hokkaidoeyju í Japan árið 1972 fyrir Miðfell h/f í Hnífsdal. 462 brl. 2.000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,10 x 9,52 x 5,50 m. Togarinn kom til heimahafnar sinnar, Hnífsdals hinn 21 febrúar 1973. Fyrsti skipstjóri var Guðjón Arnar Kristjánsson. Togarinn var lengdur og ýmsar aðrar endurbætur gerðar á honum í Póllandi árið 1988. Mældist þá 583 brl. Ný vél var einnig sett í hann, 2.297 ha. Niigata, 1.691 Kw. 57,89 x 9,50 x 6,50 m. Seldur árið 2017, Vinnslustöðinni h.f. í Vestmannaeyjum, hét Sindri VE 60. Skipið var selt til Spánar árið 2019 og tekið af íslenskri skipaskrá.

Flettingar í dag: 696
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 742455
Samtals gestir: 55960
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 04:45:46