20.11.2022 12:36

1114. Goðafoss IV TFMA.

Flutningaskipið Goðafoss IV var smíðaður hjá Aalborg Værft A/S í Álaborg í Danmörku árið 1970 fyrir h/f Eimskipafélag Íslands. 2.953 brl. 2.860 ha. B & W vél, 2.061 Kw. 95,55 x 14,33 x 7,59 m. Smíðanúmer 184. Skipinu var hleypt af stokkunum 27 febrúar 1970 og síðan afhent eigendum sínum í júlí sama ár. Goðafoss var aðallega í flutningum með frystan fisk til Bandaríkjanna, Múrmansk í Rússlandi, Eystrasaltshafna og annarra hafna í Evrópu. Árið 1984 var lestum Goðafoss breytt til brettaflutninga og einnig komið fyrir lyfturum sem gátu staflað brettunum upp. Þótti það mikil framför og hagræðing við vinnu í lestum skipsins. Goðafoss var seldur til Antiqua í Karíbahafinu 20 september árið 1989, hét þá Atlantic Frost. Selt 1991, Admiral shipping Ltd á Antiqua & Barbuda, einnig í Karíbahafinu, hét þá Sea Reefer. Skipið strandaði 20 ágúst 1992 við Peterhead í Skotlandi. Áhöfninni var bjargað en skipið talið ónýtt og mun hafa verið rifið niður á strandstað.
Goðafoss átti tvö systurskip, þau voru Dettifoss lll og Mánafoss ll.
 

Goðafoss IV á siglingu.                                   Málverk eftir I.S.A. frá árinu 1984.




                                     Goðafoss kom í gær

Goðafoss, fyrsta skipið af þremur, sem undanfarið hafa verið í smíðum hjá Álborg Værft AS í Álaborg, fyrir Eimskipafélag Íslands, kom til Reykjavíkur í morgun. Skipið er smíðað samkvæmt strögustu kröfum Lloyd's Register of Shipping og styrkt til siglinga í ís. Það er úr stali með tveimur þilförum, sem ná eftir því endilöngu. Miðað er við, að nota megi skipið, hvort heldur sem er opið eða lokað hlífðarþilfarsskip. Skipstjóri á Goðafossi er Magnús Þorsteinsson; yfirvélstjóri Árni Beck. 1. styrimaður Björn Kjaran, 2 vélstjóri Kristján Wendel, loftskeytamaður Bogi V. Þórðarson og bryti Einar Sigurðsson. Yfirfbygging skipsins er aftast, en framan við hana eru tvær vörulestar. Þær eru einangraðar til flutninga á frystivörum, og rúmmál þeirra samtals um 150 þús. teningsfet. Lestaropin eru tvö, hvort 6 m. á breidd og 17 m. á lengd. Lestarnar eru einangraðar með glerull, klæddar innan með alumíníum og trélistum. Kælivélarnar eru frá Salbroe í Árósum og geta haldið 25°C frosti í lestunum, þótt sjávarhiti sé 32°C og loftihiti 35°C. Hitastilling er sjálfvirk og má fylgjast með henni á hitamælum á stjórnpalli og í vélarrúmi. Á skipinu eru þrír vökvadrifnir kranar, tveir miðskipa og einn aftan við aftari, lúguna. Hver krani getur lyft 5 tonna þunga. Kranana tvo, sem eru miðskipa, má tengja saman og getur þá einn maður stjórnað þeim báðum. Þeir geta sameiginlega lyft 10 tonna þunga. Einnig er hægt að nota 30 tonna lyftiás (þungabómu) með krönunum tveimur og getur þessi samstæða þá lyft sameiginlega 40 tonna þunga. Kranarnir þrír geta sameiginlega lyft 15 tonna þunga. Skipið er búið tveimur lyftiásum fyrir 5 tonna þunga og einum 30 tonna lyftiási.
Aflvél skipsins er smíðuð hjá Burmeister & Wain, og er 5 strokka tvígengis Diesel-hreyfill, 2860 hestöfl. Má gera ráð fyrir 14 sjómílna ganghraða þegar skipið er fullhlaðið. Það er athyglisverð nýjung, að aðalvél skipsins er stjórnað frá brúnni. Þar er stórt stjórnborð útbúið fullkomnum tækjum til þess að stjórna vélinni. Er Goðafoss fyrsta islenzka skipið, sem hefur skírteini til að mega sigla um lengri eða skemmri tíma án þess að vakt sé í vélarrúmi. Þessu fylgir, að sjálfvirkni er á öllu, sem að stjórn vélarinnar lýtur, og er sérstakur stjórnklefi í vélarrúminu með sjálfvirkum tækjum, sem senda aðvörunarmerki með ljósi eða hljóðmerki upp í brúna, í setustofurnar, matsalina, herbergi vélstjóra og í vélarrúminu, ef eitthvað bregður út af. Hjálparvélar eru 3, einnig af Burmeister & Wain gerð og smíðaðar þar. Þær eru hver 375 hestöfl, tengdar 325 KVA rafli, sem framleiðir 380 volta riðstraum. Skipverjar eru 22 og búa allir í eins manns herbergjum. Veggir í íbúðarherbergjunum og setustofum era klæddir með þiljum úr óeldfimu plasti. Sömuleiðis em húsgögn gerð úr efnum, sem ekki geta brunnið. Upphitun og loftræsting í skipinu er með svonefndu GW- kerfi. Af siglingatækjum má nefna ratsjá, Gyro-áttavita með þremur álestrarskífum, sjálfstýritæki, bergmálsdýptarmæli, og kerfi til að vekja skipverja á vaktaskiptum. Loftskeytastöðin er smíðuð hjá M.P. Pedersen í Kaupmannahöfn. Tveir björgunarbátar úr plasti eru á skipinu, sem hvor um sig rúmar 36 manns, og er annar þeirra vélknúinn. Auk þess er skipið búið tveimur 20 manna gúmmíbátum.

Tíminn. 16 júlí 1970.
 

Goðafoss IV nýsmíðaður út í Álaborg sumarið 1970.         Mynd í minni eigu.



             Sea Reefer, áður Goðafoss strandar

Flutningaskipið Sea Reefer, sem hét áður Goðafoss strandaði nýlega rétt fyrir utan höfnina í Peterhead í Skotlandi, þar sem það hafði tekið frystan fisk. Í áhöfninni voru 22 Egyptar og tókst að bjarga þeim öllum en talið er að ekki verði hægt að bjarga skipinu, sem er 2.800 tonn að stærð. Goðafoss var smíðaður í Danmörku fyrir Eimskip 1970 og var í eigu félagsins til 1990, þegar skipið var selt Egypta, en það var skráð í Antigua.

Morgunblaðið. 14 október 1992.

Flettingar í dag: 1612
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 743371
Samtals gestir: 55993
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 10:16:12