18.03.2023 20:30

3011. Freyja. TFUA.

Varðskipið Freyja var smíðuð hjá Dong-gu Ulsan í Suður-Kóreu árið 2010. 4.566 Bt, 1.370. Nt. 2 x 16. 315 ha. Bergen vélar, 12.000 Kw. 86,0 x 19,9 x 8,8 m. Togkraftur 210 tonn. Skipaskrárnúmer 3011. Hét áður GH Endurance og þar áður Vittoria. Skipið er búið að vera í eigu Landhelgisgæslu Íslands og Ríkissjóðs frá árinu 2021 og heimahöfn þess er á Siglufirði.
 

Varðskipið Freyja í Keflavíkurhöfn í liðinni viku.  (C) Þórhallur S Gjöveraa.
 
Varðskipið Freyja í Keflavíkurhöfn í liðinni viku.  (C) Þórhallur S Gjöveraa.

 

   Fánalituð Freyja komin til Siglufjarðar
 

Varðskipið Freyja er nú komið til sinnar heimahafnar á Siglufirði en skipið keypti Landhelgisgæslan af United Offshore Support GmbH að undangengnu útboði fyrr á árinu. Skipið var smíðað árið 2010 og er vel búið til öryggis- og löggæslustarfa en síðustu ár hefur það verið notað í þjónustu við olíuiðnaðinn. Skipið er 86 metra langt, 20 metra breitt og kostaði 1,7 milljarða króna. Varðskip Landshelgisgæslunnar eru tvö með tilkomu Freyju sem er á margan hátt sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það hefur þó mun meiri dráttargetu. Freyja var í kjölfar afhendingar tekin í slipp í Rotterdam í Hollandi þar sem hún var máluð og minniháttar lagfæringar gerðar. Síðan var látið úr höfn og stefnan sett á Siglufjörð þar sem heimahöfn skipsins verður.

Ægir. 8 tbl. 2021.

 

Flettingar í dag: 1746
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 3107
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 743505
Samtals gestir: 56003
Tölur uppfærðar: 9.5.2024 11:48:56