07.04.2023 11:49

B.v. Earl Hereford RE 157. LCDT.

Botnvörpungurinn Earl Hereford RE 157 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley í Englandi árið 1906 fyrir Earl Steam Fishing Co Ltd í Grimsby, hét Earl Hereford GY 147. 273 brl. 450 ha. 3 þennslu gufuvél, smíðuð hjá Charles D. Holmes & Co í Hull. 39,47 x 6,61 x 3,53 m. Smíðanúmer 110. Seldur 1912, Christian M Evensen í Þórshöfn í Færeyjum, hét Earl Hereford TN 24. Seldur í febrúar 1915, Fiskiveiðahlutafélaginu Eggert Ólafssyni í Reykjavík, hét þá Earl Hereford RE 157. Árið 1917 er togarinn í eigu Elíasar Stefánssonar. Togarinn var seldur til Frakklands haustið 1917 ásamt 9 öðrum togurum. Hét þar Guénon og var í eigu franska sjóhersins og notaður sem tundurduflaslæðari til ársins 1919. Seldur F. Evan í Lorient í Frakklandi, hét Pen-er-Vro. Seldur 1925, L. Ballias & Co í Lorient, hét þá Rauzan. Seldur 1936, G. Gautiers E & A. Gautiers Fils & Cia í Lorient, sama nafn. Var hertekinn af þjóðverjum 20 maí árið 1942 og var þá í þjónustu þýska sjóhersins sem V 421 Rauzan. Togaranum var sökkt 4 júní árið 1944, sennilega á sunnanverðum Biscayflóa út af borginni Bayonne í Frakklandi í innrás bandamanna í Normandy (Operation Neptune „D-Day“). Flaki skipsins var náð upp þegar frakkar unnu að hreinsun siglingarleiða við strendur landsins árið 1951. Selt í brotajárn sama ár.

Hlutafélagið Eggert Ólafsson var stofnað í Reykjavík 31 janúar 1913. Pétur A Ólafsson útgerðar og kaupmaður á Patreksfirði seldi félaginu togara sinn, Eggert Ólafsson BA 127 og mun hann að einhverju leyti hafa fengið andvirði þess greitt í hlutabréfum. Í stjórn félagsins voru Elías Stefánsson útgerðarmaður (framkvæmdastjóri), Magnús Einarsson dýralæknir, báðir í Reykjavík, og Þórður Edílonsson læknir í Hafnarfirði. Félagið keypti annan togara í febrúar 1915 frá Færeyjum, Earl Hereford RE 157, og átti það helming í honum á móti Halldóri Kr Þorsteinssyni skipstjóra í Háteigi sem jafnframt var skipstjóri á honum. H.f. Eggert Ólafsson seldi báða togara sína til Frakklands haustið 1917.

Heimildir:
Saga Íslenskrar togaraútgerðar fram til 1917. Heimir Þorleifsson 1974.
Birgir Þórisson.

B.v. Earl Hereford RE 157 á Reykjavíkurhöfn.          Mynd á gömlu póstkorti.




                Botnvörpungurinn Earl Hereford

Halldór Þorsteinsson skipstjóri kom hingað í gær á botnvörpuskipinu, sem hann keypti í Bretlandi. Er það Earl Hereford, sem lengi hefir verið við veiðar hér við land.

Morgunblaðið. 10 febrúar 1915.
 

B.v. Hereford RE 157 fánum prýddur á Reykjavíkurhöfn við komu Lagarfoss 19 maí 1917. (C) Magnús Ólafsson.

                                                               
                                  „Lagarfoss“ kominn
 

Laugardagsmorgun hinn 19. maí kl. 11 f. h. lagðist hið þriðja skip Eimskipafélagsins »Lagarfoss« að hafnarbryggjunni. »Earl Hereford« botnvörpuskip skipstjóra Halldórs Þorsteinssonar fór á móti skipinu og flutti hann þá borgara bæjarins, sem stjórn Eimskipafélagsins hafði boðið til þess að fagna því. Voru það ráðherrarnir 2, bankastjórar, kaupmenn, blaðamenn o. fl. Lúðraflokkurinn »Harpa« skemmti mönnum á leiðinni upp undir Akranes. Þar var »Lagarfoss« fyrir og lagðist »Earl Hereford« við hlið hans og hleypti gestum Eimskipafélagsstjórnarinnar upp í hann. Heilsuðu menn skipstjóra hr. Ingvari Þorsteinssyni og dreifðu sér svo til þess að skoða skipið meðan á siglingu stóð til hafnarinnar.

Morgunblaðið. 20 maí 1917.
 

Umsókn um leyfi til Landstjórnar Íslands um sölu á togurum h.f. Eggerts Ólafssonar til Frakklands haustið 1917.
 
Togarinn Rauzan ex Earl Hereford RE 157 í höfn í Lorient í Frakklandi.  Ljósmyndari óþekktur.

 

                      Íslenskir botnvörpungar seldir

10 af botnvörpungunum hjer eru nú seldir til Frakklands og búist við að þeir fari hjeðan einhvern af næstu dögum. Þingið kvað hafa leyft undanþágu frá lögunum frá síðastl. vetri, sem banna sölu á skipum út úr landinu, og stjórnin veitt hana. Áskilið kvað vera, að andvirðinu verð varið til botnvörpungakaupa að stríðinu loknu, og landsjóður fá að láni mikið af andvirði skipanna. Seldu skipin eru þessi: „Apríl“ og „Maí“ frá „íslands“-fjelaginu, „Baldur“ og „Bragi“ frá „Braga“-fjelaginu, „Eggert Ólafsson" og „Earl Hereford“, sem Elías Stefánsson er aðaleigandi að, „Ingólfur Arnarson“, „Þór“, „Jarlinn“ og „Rán“.

Lögrétta. 45 tbl. 26 september 1917.

Flettingar í dag: 2539
Gestir í dag: 278
Flettingar í gær: 1024
Gestir í gær: 377
Samtals flettingar: 741191
Samtals gestir: 55868
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 20:35:36